Íþrótta og viðurkenningahátíð Hafnarfjarðar fór fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu í gærkvöldi. Á hátíðinni veitti Hafnarfjarðarbær öllu hafnfirskum Íslandsmeisturum viðurkenningu auk þess sem Íþróttafólk og Íþróttalið Hafnarfjarðar var valið.
BH átti tíu Íslandsmeistara í badminton og tvo í borðtennis á árinu. Lið BH í badminton og lið BH í borðtennis karla voru tilnefnd sem lið ársins í Hafnarfirði og borðtennisfólkið Magnús Gauti Úlfarsson og Sól Kristínardóttir Mixa voru tilnefnd sem íþróttafólk Hafnarfjarðar.
Nánar um hátíðina:
Íslandsmeistarar BH í badminton 2022:
Erik Valur Kjartansson, U11A einliða, tvíliða og tvenndarleikur
Lilja Guðrún Kristjánsdóttir, U11B einliðaleikur og U11A tvíliðaleikur
Laufey Lára Haraldsdóttir, U13B einliðaleikur
Katla Sól Arnarsdóttir, U15A tvíliðaleikur
Halla Stella Sveinbjörnsdóttir, U17A og 1.deild í tvíliðaleik og U15A tvenndarleikur
Sigurður Eðvarð Ólafsson, Einliðaleikur karla í 1.deild
Kjartan Ágúst Valsson, Tvenndarleikur 35 – 44 ára A
Anna Lilja Sigurðardóttir, Tvenndarleikur 35 – 44 ára A
Erla Rós Heiðarsdóttir, Tvenndarleikur 35 – 44 ára B
Kári Þórðarson, Tvenndarleikur 35 – 44 ára B
Íslandsmeistarar BH í borðtennis 2022:
Alexander Chavdarov Ivanov, 14-15 ára einliða og tvíliðaleikur
Hergill Frosti Friðriksson, 14-15 ára tvíliðaleikur
Lið BH í badminton sem var tilnefnt sem lið ársins í Hafnarfirði varð í 2.sæti á Íslandsmóti liða í badminton í mars 2022 og vann sér þátttökurétt á Evrópukeppni félagsliða í Póllandi í júní. Liðið komst ekki uppúr riðlinum í Evrópukeppninni en stóð sig þó vel og vann nokkrar viðureignir.
Karlalið BH í borðtennis sem tilneft var sem lið árins í Hafnarfirði hlaut silfur í Keldudeild karla (efstu deild) og brons í úrslitakeppninni um íslandsmeistaratitilinn í borðtennis.
コメント