top of page
Search

Viðurkenningar frá Hafnarfjarðarbæ

Íþrótta og viðurkenningahátíð Hafnarfjarðar fór fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu í gærkvöldi. Á hátíðinni veitti Hafnarfjarðarbær öllu hafnfirskum Íslandsmeisturum viðurkenningu auk þess sem Íþróttafólk og Íþróttalið Hafnarfjarðar var valið.


BH átti tíu Íslandsmeistara í badminton og tvo í borðtennis á árinu. Lið BH í badminton og lið BH í borðtennis karla voru tilnefnd sem lið ársins í Hafnarfirði og borðtennisfólkið Magnús Gauti Úlfarsson og Sól Kristínardóttir Mixa voru tilnefnd sem íþróttafólk Hafnarfjarðar.


Nánar um hátíðina:


Íslandsmeistarar BH í badminton 2022:

  • Erik Valur Kjartansson, U11A einliða, tvíliða og tvenndarleikur

  • Lilja Guðrún Kristjánsdóttir, U11B einliðaleikur og U11A tvíliðaleikur

  • Laufey Lára Haraldsdóttir, U13B einliðaleikur

  • Katla Sól Arnarsdóttir, U15A tvíliðaleikur

  • Halla Stella Sveinbjörnsdóttir, U17A og 1.deild í tvíliðaleik og U15A tvenndarleikur

  • Sigurður Eðvarð Ólafsson, Einliðaleikur karla í 1.deild

  • Kjartan Ágúst Valsson, Tvenndarleikur 35 – 44 ára A

  • Anna Lilja Sigurðardóttir, Tvenndarleikur 35 – 44 ára A

  • Erla Rós Heiðarsdóttir, Tvenndarleikur 35 – 44 ára B

  • Kári Þórðarson, Tvenndarleikur 35 – 44 ára B

Íslandsmeistarar BH í borðtennis 2022:

  • Alexander Chavdarov Ivanov, 14-15 ára einliða og tvíliðaleikur

  • Hergill Frosti Friðriksson, 14-15 ára tvíliðaleikur


Lið BH í badminton sem var tilnefnt sem lið ársins í Hafnarfirði varð í 2.sæti á Íslandsmóti liða í badminton í mars 2022 og vann sér þátttökurétt á Evrópukeppni félagsliða í Póllandi í júní. Liðið komst ekki uppúr riðlinum í Evrópukeppninni en stóð sig þó vel og vann nokkrar viðureignir.


Karlalið BH í borðtennis sem tilneft var sem lið árins í Hafnarfirði hlaut silfur í Keldudeild karla (efstu deild) og brons í úrslitakeppninni um íslandsmeistaratitilinn í borðtennis.



Hluti af Íslandsmeisturum BH í badminton árið 2022. Fleiri myndir á Facebook.
Hluti af Íslandsmeisturum BH í badminton árið 2022. Fleiri myndir á Facebook.


Comments


bottom of page