top of page
Search

Veturinn kvaddur og sumri fagnað

Síðustu vikur hafa iðkendur BH kvatt veturinn og fagnað sumri með ýmsum hætti.


U9 og U11 hóparnir voru með sumarhátíð 25.maí. Þar var mikið fjör, BH paintball, badminton, leikir og gleði á dagskrá. Endað á pizzuveislu og svo fóru allir heim í sumarfrí.


U13-U19 hóparnir tóku badmintonmaraþon og sleepover í Strandgötu 3.-4.júní sem heppnaðist vel. Um 40 iðkendur tóku þátt og 7 þjálfarar og úrvalsdeildarleikmenn sáu um að halda utan um hópinn Lítið sofið og mikið leikið.


Lokahóf fyrir 18 ára og eldri var svo haldið í Strandgötu laugardagskvöldið 4.júní. Sebastían var veislustjóri og Una, Sólrún og Áslaug sáu um skemmtiatriði. Grillvagninn sá um að grilla gómsæta hamborgara ofan í hópinn og Anna Lilja bakaði súkkulaðiköku í eftirrétt. Um 40 manns mættu á hófið og var mikil gleði og gaman.


Í sumar gefst iðkendum á aldrinum 6-15 ára kostur á að fara á sumarnámskeið BH og er hægt að velja á milli fimm vikna. Keppnishópar verða með reglulegar æfingar en hefðbundið vetrarstarf hefst svo aftur um mánaðamótin ágúst/september. Upplýsingar um æfingatöflu næsta vetrar eru væntanlegar um miðjan ágúst.



Frá badmintonmaraþoni U13-U19 hópanna í Strandgötu 3.-4.júní

Comments


bottom of page