top of page
Search

Vetrarstarfið að hefjast

  • annaliljasig
  • Aug 27, 2023
  • 1 min read

Updated: Aug 29, 2023

Badmintonæfingar barna og unglinga hjá BH hefjast þriðjudaginn 5.september og badmintonæfingar fullorðinna 28.ágúst. Æfingatöflur má finna hér á vefnum. Vetrarstarfið í borðtennisdeild BH hefst 28.ágúst. Nánari upplýsingar má finna hér.


Börn og unglingar


Skráning í hópa barna og unglinga hófst 18.ágúst. Boðið verður uppá æfingar fyrir börn frá 1.bekk og uppí unglinga á framhaldsskólastigi. Skráning fer fram hér í Sportabler. Æfingar barna og unglinga hefjast 5.september.


Fullorðinshópar


Skráning í opna fullorðinshópa hófst 22.ágúst en því miður voru mjög fá pláss í boði og þegar orðið uppselt í alla hópa. Þau sem voru í fullorðinshópum í fyrra gengu fyrir og héldu langflestir áfram. Hægt er að skrá sig á biðlista hér í Sportabler. Æfingar fullorðinshópa hefjast 28.ágúst.


Örfáir vellir eru til leigu fyrir fjölskyldu og vinahópa á þriðjudags og miðvikudagskvöldum og í hádeginu á föstudögum. Eftirfarandi er laust og gildir reglan fyrstir senda póst á bh@bhbadminton.is fyrstir fá:

  • Þriðjudagar kl.22:00-23:00 - 81.250 kr/völlurinn fyrir tímabilið 29.ágúst til 28.maí

  • Miðvikudagar kl.22:00-23:00 - 81.250 kr/völlurinn fyrir tímabilið 30.ágúst til 29.maí

  • Föstudagar kl.11:50-12:50 - 115.000 kr/völlurinn fyrir tímabilið 1.september til 31.maí

Keppnishópar


Leikmenn í keppnishópum fengu sínar vetraræfingar inní Sportabler appið 22.ágúst. Íþróttastjóri BH, Kjartan Ágúst Valsson, sér um val á leikmönnum í keppnishópa. Hann er með netfangið kjartanvalsson@gmail.com.


Upplýsingafundur 7.september - Engar badmintonæfingar


Fimmtudaginn 7.september verða engar badmintonæfingar í Strandgötu en iðkendur 15 ára og eldri geta farið í ræktina milli kl.16 og 21. Þennan dag verður rafrænn upplýsingafundur fyrir iðkendur og foreldra þar sem starfið í vetur og skipulagið verður kynnt. Nánari tímasetningar koma þegar nær dregur.


Borðtennisæfingar


Borðtennisdeild BH er með æfingar í sal á 2.hæð í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Æfingatöflu og nánari upplýsingar um starfið má finna hér á vefnum.





 
 
 

Comments


RioTinto_2017_Red_CMYK.jpg
lottó.jpg
rsl.JPG
Íþróttasamband Íslands
hfj.png
íbh.jpg
bottom of page