top of page
Search

Vetrarmót unglinga um helgina

Um helgina fer Vetrarmót unglinga fram í TBR húsunum við Gnoðarvog. Þátttakendur í mótinu eru 154, þar af 41 BH-ingur.

Á laugardag verður keppt í einliðaleik en á sunnudag í tvíliða- og tvenndarleikjum. Keppni hefst klukkan 10:00 báða dagana. Niðurröðun og áætlaðar tímasetningar einstakra leikja má finna á tournamentsoftware.com. Gott er að mæta eigi síðar en 30 mínútum fyrir áætlaðan leiktíma í hús til að hita upp og gera sig tilbúin fyrir keppni.

Mikilvægt er að láta Kjartan s. 897 4184 eða Önnu Lilju s. 868 6361 vita ef upp koma veikindi eða önnur óvænt forföll.

Mótsgjöld eru 1800 kr fyrir einliðaleik, 1500 kr fyrir tvíliðaleik og 1500 kr fyrir tvenndarleik. Samtals 4800 kr fyrir allar greinar. Leggja þarf mótsgjöld inná reikning BH eigi síðar en á mánudag. Banki 0545-26-5010, kennitala: 501001-3090.

Kommentare


bottom of page