top of page
Search

Vel heppnað Meistaramót BH og RSL

Meistaramót BH og RSL 2022 fór fram í Strandgötunni helgina 18.-20.nóvember. Mótið var mjög vel heppnað enda lögðu margir hönd á plóg við umgjörð og framkvæmd.


Keppt var í úrvals, 1. og 2. deild fullorðinna. Flest af besta badmintonfólki landsins var á meðal keppenda, meirihluti þeirra sem léku til úrslita á Meistaramóti Íslands í vor auk sterkustu unglingaspilara landsins og eldri reynsluboltum. Mikið var um jafna og skemmtilega leiki og flott stemning í stúkunni þar sem áhorfendur voru duglegir að hvetja sitt fólk áfram.


Til keppni voru skráðir 108 leikmenn frá 8 félögum sem er nýtt þátttökumet og var mótið auk þess fjölmennasta fullorðinsmótið sem haldið hefur verið á þessu keppnistímabili. 19% fleiri skráðu sig til keppni í ár heldur en í fyrra. Flestir keppendur komu frá Badmintonfélagi Hafnarfjarðar, 46, og næst flestir frá TBR, 44. Þá komu 7 keppendur frá Aftureldingu, 5 frá ÍA, 2 frá Hamri, 2 frá TBS, 1 frá KR og 1 frá Umf. Fram.


Í úrvalsdeild var Sigríður Árnadóttir út TBR sigursælust en hún sigraði í einliðaleik, tvíliðaleik með Þórunni Eylands og tvenndarleik með Daníel Jóhannessyni. Sigurvegari í einliðaleik karla var BH-ingurinn Róbert Ingi Huldarsson og tvíliðaleik karla Daníel Jóhannesson og Jónas Baldursson úr TBR.


Jón Sigurðsson úr TBR var sigursælastur í 1.deildinni en hann sigraði í tvíliðaleik með Kristjáni Daníelssyni úr BH og í tvenndarleik með Guðbjörgu Jónu Guðlaugsdóttur úr TBR. Í einliðaleiknum komu báðir sigurvegarar úr BH, Una Hrund Örvar í einliðaleik kvenna og Sigurður Ólafsson í einliðaleik karla. Í tvíliðaleik kvenna sigruð Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir, TBS og Katla Sól Arnarsdóttir, BH.


Í 2.deild dreifðust sigrarnir vel milli bæði leikmanna og félaga. Einliðaleikina sigruðu Iðunn Jakobsdóttir og Steinar Petersen úr TBR. Tvíliðaleik karla sigruðu Þorleifur Fúsi Guðmundsson og Freyr Víkingur Einarsson úr BH og tvíliðaleik kvenna þær Sunna Karen Ingvarsdóttir og Inga María Ottósdóttir úr Aftureldingu. Sigurvegarar í tvenndarleik voru síðan þau Hrafnhildur Magnúsdóttir og Eggert Þór Eggertsson úr TBR.


Nánari úrslit má finna á tournamentsoftware.com.


Allir verðlaunahafar fengu glæsileg verðlaun frá samstarfsaðilum BH:

 • RSL á Íslandi

 • Ormsson

 • Sky Lagoon

 • Flyover Iceland

 • Matarkjallarinn

 • Lebowskibar

 • Den Danske Kro

 • Nailberry Iceland

 • Hleðsla

 • Better You Iceland

 • Pökkur

Sýnt var beint frá öllum völlum á mótinu á Youtube rás Badmintonfélags Hafnarfjarðar. BH-ingurinn Róbert Ingi Huldarsson hafði veg og vanda af útsendingunni og úrslitakerfinu eins og undanfarin ár sem var algerlega til fyrirmyndar.


Myndir af öllum verðlaunahöfum og svipmyndir frá keppninni má finna á Facebook síðu BH.


Þökkum leikmönnum, þjálfurum, áhorfendum, dómurum, teljurum og öðru starfsfólki kærlega fyrir þátttökuna. Sérstakar þakkir fá allir samstarfsaðilarnir sem gáfu glæsileg verðlaun og allir sjálfboðaliðarnir sem lögðu hönd á plóg við að undirbúa, framkvæma og ganga frá.Strandgatan alltaf glæsileg í badmintonsparifötunum
Strandgatan alltaf glæsileg í badmintonsparifötunum


Verðlaunaborðið hlaðið glæsilegum vinningum frá samstarfsaðilum BH
Verðlaunaborðið hlaðið glæsilegum vinningum frá samstarfsaðilum BH

Comentários


bottom of page