Um helgina taka 30 BH-ingar þátt í Unglingamóti Aftureldingar í Mosfellsbæ. Mótið fer fram í Íþróttamiðstöðinni Varmá.
Aðeins er keppt í einliðaleik á þessu móti og er gróf dagskrá eftirfarandi:
Laugardagur
kl. 10:00-12:00 - Keppni í U11
kl. 12:20-17:00 - Keppni í U13
Sunnudagur
kl. 9:30-13:30 - Keppni í U15
kl. 12:50-17:00 - Keppni í U17-U19
Niðurröðun og tímasetningar einstakra leikja eru komnar á tournamentsoftware.com. Athugið að tímasetningar eru alltaf birtar með fyrirvara og er gott að vera mætt í hús eigi síðar en 30 mínútum fyrir áætlaðan leiktíma. Í U11 eru einstakir leikir ekki tímasettir heldur spila allir milli 10 og 12 eins margaleiki og mögulegt er og fá þátttökuverðlaun í lokin. Í öðrum flokkum er spilað til úrslita og því geta leikmenn byrjað og endað á mismunandi tímum.
Eins og venjulega á unglingamótum þurfa leikmenn að gera ráð fyrir að aðstoða við talningu í næsta leik á eftir en foreldrar eða systkini mega einnig bjóða fram aðstoð.
Mótsgjöld í U11 eru kr. 1200 og öðrum flokkum kr 1800. Leggja þarf mótsgjöld inná reikning BH eigi síðar en á mánudag: 0545-26-5010, kt. 501001-3090.
Þjálfarar BH á mótinu verða Elín Ósk, Siggi og Kjartan. Mjög mikilvægt er að láta þjálfara vita strax ef upp koma veikindi eða önnur óvænt forföll.
Gangi ykkur vel og góða skemmtun!
Comments