top of page
Search

Unglingamót Þórs í Þorlákshöfn

Laugardaginn 2.mars taka 18 BH-ingar þátt í Unglingamóti Þórs í Þorlákshöfn.


Byrjað verður að keppa í flokkum U9-U11 kl. 10 og áætlað er að þau ljúki keppni um kl. 12. Allir keppendur í U9 og U11 munu fá þátttökuverðlaun að keppni lokinni. Aðrir flokkar hefja keppni kl. 12 og er áætlað að mótinu ljúki um klukkan 16.


Niðurröðun og tímasetningar mótsins má finna á tournamentsoftware.com. Athugið að tímasetningar eru alltaf til viðmiðunar og er mikilvægt að vera mætt í hús 30 mínútum fyrir áætlaðan leiktíma til að gera sig tilbúin.


Elín Ósk verður þjálfari BH-inga í Þorlákshöfn. Mjög mikilvægt er að láta hana vita ef upp koma veikindi eða önnur óvænt forföll í síma 661 3876.


Mótsgjöld eru 1500 kr í einliðaleik og 1200 kr í tvíliðaleik. Leggja þarf mótsgjöld inná reikning BH eigi síðar en á mánudag: 0545-26-5010 kt. 501001-3090.


Gangi ykkur vel og góða skemmtun krakkar!


Flottir BH-ingar á Þórsmótinu 2018

Comments


bottom of page