top of page
Search

Unglingamót í Mosó um helgina

Um helgina fór Unglingamót Aftureldingar fram í Mosfellsbænum. Keppt var í einliðaleik í U11-U19 og voru 153 leikmenn skráðir þar af 43 frá BH. Í U11 flokknum fengu allir 3-4 leiki og þátttökuverðlaun að þeim loknum en í U13-U19 var spilað til verðlauna.


Eftirfarandi BH-ingar unnu til verðlauna á mótinu:

  • Matthildur Thea Helgadóttir, 2.sæti í U13A

  • Erik Valur Kjartansson, 2.sæti í U13A

  • Björn Ágúst Ólafsson, 1.sæti í U15A

  • Katla Sól Arnarsdóttir, 2.sæti í U17A

  • Stefán Logi Friðriksson, 2.sæti í U17A

  • Þórdís María Róbertsdóttir, 1.sæti í U17B

  • Sunna Katrín Jónasdóttir, 2.sæti í U17B

Nánari úrslit má finna hér á tournamentsoftware.com.


Glæsilegur hópur BH-inga sem kepptu í U11 flokknum á Unglingamóti Aftureldingar 2022.
Glæsilegur hópur BH-inga sem kepptu í U11 flokknum á Unglingamóti Aftureldingar 2022.

コメント


bottom of page