top of page
Search

Tvöfaldur sigur hjá Stefáni og Natalíu

Um helgina fór Atlamót ÍA og RSL fram á Akranesi. 23 BH-ingar tóku þátt í mótinu en keppt var í meistara, A og B flokki fullorðinna. Okkar fólk var sigursælt og unnu 16 BH-ingar til 23 verðlauna á mótinu. Stefán Steinar Guðlaugsson og Natalía Ósk Óðinsdóttir náðu þeim flotta árangri að sigra tvöfalt í B-flokki.


Eftirfarandi BH-ingar unnu til verðlauna á mótinu:

  • Erla Björg Hafsteinsdóttir, 1.sæti í tvenndarleik og 2.sæti í tvíliðaleik í meistarflokki

  • Sólrún Anna Ingvarsdóttir, 2.sæti í einliðaleik í meistaraflokki

  • Steinþór Emil Svavarsson, 1.sæti í tvíliðaleik í A-flokki

  • Askur Máni Stefánsson, 2.sæti í tvíliðaleik í A-flokki

  • Sebastian Vignisson, 2.sæti í tvíliðaleik í A-flokki

  • Kristinn Breki Hauksson, 2.sæti í einliðaleik í A-flokki

  • Irena Ásdís Óskarsdóttir, 2.sæti í tvíliðaleik í A-flokki

  • Gabríel Ingi Helgason, 2.sæti í tvenndarleik í A-flokki

  • Stefán Steinar Guðlaugsson, 1.sæti í tvíliða- og tvenndarleik í B-flokki

  • Valþór Viggó Magnússon, 1.sæti í tvíliðaleik í B-flokki

  • Natalía Ósk Óðinsdóttir, 1.sæti í einliða- og tvíliðaleik og 2.sæti í tvenndarleik í B-flokki

  • Karítas Perla Elídóttir, 1.sæti í tvenndarleik í B-flokki

  • Sara Bergdís Albertsdóttir, 1.sæti í tvíliðaleik í B-flokki

  • Halla Stella Sveinbjörnsdóttir, 2.sæti í einliðaleik í B-flokki og tvíliðaleik í A-flokki

  • Guðmundur Adam Gígja, 1.sæti í einliðaleik og 2.sæti í tvíliðaleik í B-flokki

  • Jón Sverrir Árnason, 2.sæti í tvíliða- og tvenndarleik í B-flokki

Nánari úrslit má finna á tournamentsoftware.com og myndir á Facebook síðu Badmintonfélags Akraness.



Comentarios


bottom of page