Um helgina fer badmintonmótið TBR Opið fram í TBR húsunum við Gnoðarvog. 23 BH-ingar taka þátt í mótinu en keppt verður í meistara, A og B flokkum fullorðinna. Mótið er hluti af Hleðslubikarnum og gefur stig á styrkleikalista BSÍ.
Áhorfendur eru ekki leyfðir á mótinu vegna sóttvarnarreglna. Þjálfun (coaching) er leyfð en 1 metra fjarlægðarregluna þarf að virða. Kjartan Ágúst mun sjá um þjálfun BH-inga. Mikilvægt er að láta hann vita strax ef upp koma veikindi eða önnur óvænt forföll.
Keppni hefst klukkan 10:00 bæði laugardag og sunnudag og má finna niðurröðun og tímasetningar einstakra leikja hér á tournamentsoftware.com.
Mótsgjöld eru 3.500 kr fyrir einliðaleik og 3.000 kr á mann fyrir tvíliða- og tvenndarleik. Leggja þarf mótsgjöld inná reikning BH eigi síðar en á mánudag: 0545-26-5010, kt.501001-3090.
Óskum keppendur góðs gengis. Áfram BH!
Comments