top of page
Search

Tólf unnu til verðlauna á Þórsmótinu

Það voru 18 duglegir BH-ingar sem tóku þátt í Þórsmótinu í Þorlákshöfn síðasta laugardag og stóðu sig vel. 12 þeirra unnu til verðlauna.


Í U9 og U11 flokknum fengu allir viðurkenningu fyrir þátttökuna en einnig voru veitt sérstök verðlaun fyrir sigurvegara í hverjum riðli. Matthildur Thea, Björn Ágúst og Angela Líf unnu sína riðla og fengu verðlaun.


Í U13-U17 fengu eftirfarandi BH-ingar verðlaun:

- Snædís Sól, 1.sæti í einliðaleik í U13

- Emil Lorange, 1.sæti í einliðaleik og 2.sæti í tvíliðaleik í U15

- Árni Dagur, 2.sæti í einliðaleik og 1.sæti í tvíliðaleik í U15

- Brynjar Gauti, 1.sæti í tvíliðaleik í U15

- Jón Víðir, 2.sæti í tvíliðaleik í U15

- Ragnheiður Arna, 2.sæti í einliðaleik og 2.sæti í tvíliðaleik í U15

- Guðbjörg, 1.sæti í tvíliðaleik í U15

- Natalía Ósk, 1.sæti í einliðaleik og tvíliðaleik í U17

- Karítas Perla, 2.sæti í einliðaleik og 1.sæti í tvíliðaleik í U17


Nánari úrslit má finna á tournamentsoftware.com.


Myndir frá mótinu eru á Facebook síðu BH.BH-ingarnir sem kepptu í U9-U11 flokkunum

Comentários


bottom of page