top of page
Search

Sumri fagnað á fimmtudag

Þá er síðasta æfingavika þessa badmintonvetrar runnin upp. Það verða hefðbundnar æfingar hjá öllum hópum nema keppnishópum U15 og eldri mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Á fimmtudag er svo sumarfagnaður á dagskránni auk aðalfundar BH.

Sumarfagnaður fyrir börn og unglinga Fimmtudaginn 23.maí klukkan 16:00-18:00 verðum við með sumarfagnað fyrir öll börn og unglinga (U9-U19) sem hafa æft badminton í vetur í Strandgötunni. Þjálfarar setja upp skemmtilegar stöðvar sem krakkarnir flakka á milli og svo verður endað í pizzuveislu sem kostar ekkert. Þetta er jafnframt síðasti æfingadagur þessa vetrar og hefjum við vetrarstarfið aftur 1.september. Vonumst til að sem flestir geti mætt í gleðina. Aðalfundur klukkan 19:00 Fimmtudaginn 23.maí klukkan 19:00 verður aðalfundur Badmintonfélag Hafnarfjarðar haldinn á annarri hæð Íþróttahússins við Strandgötu. Dagskrá er samkvæmt lögum félagsins og eru félagsmenn, bæði iðkendur og foreldrar, hvattir til að mæta. Sjá nánar um aðalfundinn hér: https://www.badmintonfelag.is/frettir/a%C3%B0alfundur-bh-2019 Sumarfagnaður fyrir eldri iðkendur Fimmtudaginn 23.maí að loknum aðalfundi BH eða um klukkan 20 verður sumarfagnaður fyrir Fimmtudagsspilara og fullorðinshópa á annarri hæð í Strandgötunni. Markmiðið er að hittast, spjalla og fagna góðum vetri. Boðið verður uppá léttan kvöldverð en hver og einn kemur með eigin drykki með sér. Þeir sem ætla að mæta þurfa að skrá sig hér eigi síðar en á þriðjudag 22.maí svo að örugglega verði nóg að borða fyrir alla: https://forms.gle/RXrsz7XXzfyBsRmf6 Sumaræfingar og sumarnámskeið Við vonumst til að geta boðið uppá sumarnámskeið í Strandgötunni fyrir krakka í sumar líkt og undanfarin ár. Sendum póst á foreldra um leið og það er komið á hreint hvort af verður. Þeir unglingar sem eru áhugasamir um að fá vinnu við námskeiðin ættu endilega að sækja um hjá Vinnuskóla Hafnarfjarðar og taka fram að þeir vilji vinna hjá BH. Reynum eins og venjulega að fá sem flesta BH-inga til starfa hjá okkur. Ef ekki verða námskeið hjá BH fá þeir að sjálfsögðu úthlutað öðrum störfum hjá bænum.


Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn!


Comments


bottom of page