Badmintonfélag Hafnarfjarðar býður upp á badmintonnámskeið í sumar fyrir byrjendur og lengra komna krakka á aldrinum 6-16 ára. Skipt verður í hópa eftir aldri og getu og því ættu allir að fá að njóta sín. Námskeiðin fara fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu.
Í boði eru fjögur viku námskeið þar sem þátttakendur mæta í 3 klst á dag og fá hressingu í stuttu hléi. Misjafnar áherslur verða á hverju námskeiði og er hægt að skrá sig á eins mörg námskeið og hverjum og einum hentar. Þátttakendur þurfa að mæta í íþróttafötum og gjarnan í innanhússkóm. Hægt er að fá lánaða badmintonspaða og kúlur á staðnum.
Hámarksfjöldi eru 16 þátttakendur á hvert námskeið. Róbert Ingi Huldarsson hefur yfirumsjón með námskeiðunum en hann er 22 ára badmintonþjálfari, meistaraflokksspilari í badminton og háskólanemi. Honum til aðstoðar verða dugleg badmintonungmenni.
Skráning og greiðsla fer fram í Nóra kerfinu á vefslóðinni https://bh.felog.is/.
Námskeið í boði
24.-28.júní
6-12 ára byrjendur og styttra komnir kl.9-12
10-16 ára vanir keppniskrakkar kl.13-16
1.-5.júlí
6-12 ára byrjendur og styttra komnir kl.9-12
10-16 ára vanir keppniskrakkar kl.13-16
6.-9.ágúst
6-12 ára byrjendur og styttra komnir kl.9-12
10-16 ára vanir keppniskrakkar kl.13-16
12.-16.ágúst
6-12 ára byrjendur og styttra komnir kl.9-12
10-16 ára vanir keppniskrakkar kl.13-16
Verð
5.000 kr vikan ef keypt er ein vika
1.000 kr afsláttur af seinni viku ef keyptar eru tvær vikur eða tvö börn skráð
2.000 kr afsláttur af þriðju og fjórðu viku ef barn/börn er skráð í þrjár vikur eða fleiri
Athugið að afslátturinn kemur því miður ekki sjálfkrafa inn, velja þarf að greiða með millifærslu ef keypt eru fleiri en tvö námskeið og óska eftir í gegnum netfangið bhbadminton@hotmail.com að afslátturinn sé settur inn.
Innifalið hressing í hléi, ávextir og/eða brauð.
Nánari upplýsingar um námskeiðin eru veittar í gegnum bhbadminton@hotmail.com og í síma 663 6405 (Róbert Ingi).
Comments