top of page
Search

Stórmót um helgina

  • annaliljasig
  • Apr 4, 2018
  • 1 min read

Um helgina fer Meistaramót Íslands í badminton fram í TBR húsunum við Gnoðarvog. Keppt verður um Íslandsmeistaratitla í meistara, A og B flokkum fullorðina og öldungaflokkum. Als taka 117 manns þátt í mótinu, þar af 31 frá BH. Í fyrra átti BH sjö verðlaunahafa á mótinu (meðfylgjandi mynd).

Á föstudaginn verður spilað klukkan 17:30-21:00 og á laugardaginn klukkan 10:00-18:00. Undanúrslit hefjast klukkan 14:00 á laugardeginum en úrslitaleikir verða spilaðir á sunnudag.

Úrslitaleikir í meistaraflokki hefjast klukkan 11:00 á sunnudag og verður sýnt beint frá þeim á RÚV2 frá klukkan 11:00 og frá klukkan 12:10 á RÚV. Úrslitaleikir í A, B og öldungaflokkum hefjast klukkan 14:30 á sunnudag.

Niðurröðun og tímasetningar einstakra leikja má finna á tournamentsoftware.com.

Hvetjum alla iðkendur og annað badmintonáhugafólk til að mæta í TBR húsið um helgina og fylgjast með þessu stórmóti.

Áfram BH!

 
 
 

Comentários


RioTinto_2017_Red_CMYK.jpg
lottó.jpg
rsl.JPG
Íþr�óttasamband Íslands
hfj.png
íbh.jpg
bottom of page