Um næstu helgi verður Meistaramót Íslands í badminton haldið í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Flest af besta badmintonfólki landsins tekur þátt og keppir um Íslandsmeistaratitla í fullorðinsflokkum. Það er mikill heiður fyrir Badmintonfélag Hafnarfjarðar að fá að halda slíkt stórmót í samvinnu við BSÍ og frábært fyrir okkar keppnisfólk að fá að spila á heimavelli en 35 BH-ingar eru á meðal keppenda. Vegna mótsins falla æfingar niður en við bjóðum uppá nokkrar aukaæfingar í staðinn. Hvetjum alla til að fylgjast með mótinu og bjóða sig fram í ýmis sjálfboðaliðastörf sem þarf að manna.
Æfingar falla niður
Vegna mótsins falla allar æfingar niður bæði föstudag og sunnudag. Sem betur fer gerist það ekki oft að æfingar falli niður vegna viðburða í húsinu en þó alltaf öðru hverju og þá reynum við að bæta það upp eins og hægt er.
Eftirfarandi eru aukaæfingar sem við getum boðið þeim sem missa mest:
U11 - miðvikudag 9.sept kl.15-16
U13 - miðvikudag 9.sept kl.17-18
U15-U19 - mánudag 14.sept kl.16-17
Dagskrá mótsins
Föstudagur 11.september
kl.17:00-21:00
Laugardagur 12.september
kl.10:00-18:00
Sunnudagur 13.september kl.10:00-12:30 - Úrslit í A, B og öldungaflokkum
kl.13:45-16:45 - Úrslit í meistaraflokki
Niðurröðun og tímasetningar einstakra leikja má finna hér á tournamentsoftware.com.
Mótið verður í beinni útsendingu á Youtuberás Badmintonsambands Íslands. Hvetjum alla til að fylgjast með á rásinni. Áhorfendur eru leyfðir á mótinu en mikilvægt að þeir gangi inn um aðal inngang og fari ekki inná svæði keppenda, þjálfara og starfsmanna. Sjá nánar um sóttvarnarreglur sem gilda í húsinu hér á badminton.is.
Teljarar
Iðkendur sem fæddir eru 2005-2011, þekkja vel reglurnar og hafa keppt sjálf býðst að starfa sem teljarar á mótinu. Fjórar vaktir eru í boði og fá teljarar 2.500 kr inneign hjá RSL fyrir hverja vakt ásamt léttum veitingum milli leikja sem þeir telja.
Eftirfarandi vaktir eru í boði:
Föstudagur : 16:45 – 21:00 Laugardagur fyrri vakt : 09:45 – 14:00 Laugardagur seinni vakt : 13:45 – 18:00 Sunnudagur : 9:45 – 13:00 Vinsamlega sendið póst á bhbadminton@hotmail.com eigi síðar en á miðvikudag til að skrá ykkur á vakt.
Mótsgjöld BH-ingar sem taka þátt í mótinu þurfa að leggja mótsgjöld inná reikning BH eigi síðar en mánudaginn 14.september: 0545-26-5010, kt.501001-3090. Mótsgjöld eru 3.500 krónur í einliðaleik og 3.000 krónur fyrir hvern keppanda í tvíliða- og tvenndarleik. Að lokum viljum við benda á að í mótslok (u.þ.b. milli klukkan 16 og 17 á sunnudag) þarf að rúlla upp keppnismottum og ganga frá eftir langa og stranga helgi. Þá væri frábært að fá sem flesta sjálfboðaliða á svæðið til að þetta gangi fljótt og vel fyrir sig. Gangi ykkur vel og góða skemmtun um helgina!
Comments