Mótatímabilið í badminton stendur nú sem hæst og eru mót á dagskrá nánast hverja helgi fram að jólum. Næstu þrjú mót á dagskránni eru Kjörísmót Hamars fyrir U9-U19 B, Meistaramót BH fyrir vana leikmenn 15 ára og eldri og Íslandsmót öldunga fyrir 35 ára og eldri. Hvetjum keppnisglaða til að skrá sig. Nánari upplýsingar um dagskrá vetrarins og mót almennt má finna neðst í þessari frétt.
Kjörísmót Hamars - 6.nóvember 2021
Staðsetning: Hamarshöllin í Hveragerði
Flokkar: U9-U19 B
Keppnisfyrirkomulag: Keppt í einliðaleik í U9 og U11 en bæði einliða og tvíliðaleik í U13-U19. Allir sem ekki hafa unnið til verðlauna á A mótum eða sigrað B mót mega taka þátt. Hentar vel fyrir þau sem ekki hafa keppt áður að byrja hér. Niðurröðun og tímasetningar verða gefnar út á fimmtudeginum 4.nóvember.
Mótsgjöld: 2.000 kr fyrir einliðaleik og 1.800 kr fyrir tvíliðaleik.
Skráningu lýkur: Mánudaginn 1.nóvember kl.18:00
Skráningarform fyrir BH-inga: https://forms.gle/U67xrNjR8i4qNQPTA
Meistaramót BH - 12.-14.nóvember 2021
Staðsetning: Íþróttahúsið við Strandgötu
Flokkar: Fullorðinsmót þar sem keppt er í Úrvals, 1. og 2.deild. Aðeins fyrir vant keppnisfólk 15 ára og eldri (hægt að sækja um undanþágu fyrir mjög vana U15 spilara).
Keppnisfyrirkomulag: Keppt verður í riðlum í tvíliða- og tvenndarleik. Þá er einnig stefnt að því að keppt verði í riðlum í einliðaleik en það fer eftir skráningu í mótið hvort það sé hægt. Gangi það ekki eftir þá verður spilaður hreinn útsláttur í einliðaleik. Reiknað er með að keppni í einliðaleik verði á föstudag og laugardag og í tvíliða- og tvenndarleik á laugardag og sunnudag. Dagskrá verður birt þriðjudaginn 9.nóvember.
Mótsgjöld: 3500 kr fyrir einliðaleik og 3000 kr á mann í tvíliða- og tvenndarleik.
Skráningu lýkur: Fimmtudaginn 4.nóvember
Skráningarform fyrir BH-inga: https://forms.gle/fuzjBg9JNvdoJv8N7
Íslandsmót öldunga - 19.-20.nóvember 2021
Staðsetning: Íþróttahúsið við Strandgötu
Flokkar: Keppt verður í A og B getustigi í eftirfarandi flokkum karla og kvenna í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik:
• 35-39 ára (fædd 1986-1982)
• 40-44 ára (fædd 1981-1977)
• 45-49 ára (fædd 1976-1972)
• 50-54 ára (fædd 1971-1967)
• 55 ára og eldri (fædd 1966 og eldri)
Öllum er frjálst að skrá sig í A getustig en í B mega aðeins þau keppa sem aldrei hafa verið í Meistaraflokki/Úrvalsdeild eða orðið í Íslandsmeistarar í A-flokki/1.deild.
Keppnisfyrirkomulag: Stefnt er að því að spila í riðlum þannig að allir fái amk 2 leiki í hverri grein en það fer eftir þátttöku hvernig það raðast. Ef þátttaka er lítil í einhverja flokka áskilur mótsstjórn sér rétt til að sameina aldursflokka í 10 ára aldursbil og/eða getustig. Keppni hefst kl.17 á föstudag og 9 á laugardag.
Mótsgjöld: 3500 kr fyrir einliðaleik og 3000 kr á mann í tvíliða- og tvenndarleik.
Skráningu lýkur: Fimmtudaginn 11.nóvember
Skráningarform fyrir BH-inga: https://forms.gle/15jHU6Ew15heLrND9
Miðar á lokahóf á laugardagskvöldið seldir hér: https://bit.ly/3G2JVmo
Facebook hópur fyrir þátttakendur BH á Íslandsmóti öldunga vegna aukaæfingar o.fl.
Almennt um badmintonmót
Yfirlit yfir öll mót vetrarins má finna á badminton.is undir mótamál og mótaskrá.
BH-ingar sem vilja taka þátt í mótum þurfa að skrá sig á þar til gerð eyðublöð eða með tölvupósti til bhbadminton@hotmail.com innan skráningarfrestsins sem gefinn er upp. Mótsgjöld þarf að greiða inná reikning BH eigi síðar en daginn eftir mót: 0545-26-5010, kt. 501001-3090.
B mót unglinga henta best fyrir krakka sem eru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni, þau sem hafa unnið til verðlauna á opnum mótum mega ekki keppa þar. A mót unglinga eru erfið fyrir þau sem ekki hafa keppt áður og er ekki mælt með því að byrja á slíku móti.
Fullorðinsmót henta aðeins fyrir mjög vant keppnisfólk 15 ára og eldri. Fullorðnir ættu að byrja á að prófa að keppa í svokölluðum trimmótum en gætu svo í kjölfarið keppt í 2.deild fullorðinna.
Um að gera að leita ráða hjá þjálfurum við val á mótum.
Flokkaskiptingar barna og unglinga veturinn 2021-2022
U9 - fædd 2013 og síðar
U11 - fædd 2011 og 2012
U13 - fædd 2009 og 2010
U15 - fædd 2007 og 2008
U17 - fædd 2005 og 2006
U19 - fædd 2003 og 2004
Comments