top of page
Search

Snillingamót á laugardag og borðtennismót á sunnudag

Updated: May 31, 2022

Um helgina verður keppt í badminton á laugardaginn og borðtennis á sunnudaginn í Strandgötu. Það verða því engar badmintonæfingar á sunnudag en bjóðum uppá opinn tíma á föstudagskvöldið í staðinn klukkan 19:30-21:00. Iðkendum í U13-U19 býðst að vera teljarar og aðstoðarfólk fyrir keppendur á badmintonmótinu sem er fyrir U9 og U11.


Snillingamót fyrir U9 og U11 - 7.maí


Hvetjum alla BH-inga í U9 og U11 hópunum að taka þátt í þessu skemmtilega móti. Hentar sérstaklega vel fyrir byrjendur en öll getustig velkomin. Mótið er með svolítið öðru sniði en þekkist í eldri flokkum því spilað verður á minni völlum til að fá meira spil og vonandi betri upplifun fyrir krakkana. U11 spila á hefðbundnum hálfum velli. U9 spila á hálfum velli og notast við næst öftustu endalínu ásamt því að netið verður lækkað ca. 30 cm. Hver leikur er ein lota í 21 stig og fær hver leikmaður a.m.k. 4 leiki. Geturaðað er í hverja umferð þannig að allir fái andstæðinga við hæfi.


Dagskrá mótsins


U9 (fædd 2013 og síðar) Spila kl.10:00-12:00 – mæting kl.9:45

U11 (fædd 2012 og 2011) Spila kl.13:00-15:00 – mæting kl.12:45


Skráning og mótsgjöld


Skráning BH-inga fer fram í Sportabler og lýkur þriðjudaginn 3.maí. Mótsgjaldið er 1.000 kr og greiðist við skráningu. Einnig hægt að senda skráningu í gegnum netfangið bhbadminton@hotmail.com og leggja inná 0545-26-5010, kt. 501001-3090, kr. 1.000,-.


Teljarar og aðstoðarfólk á Snillingamótinu 7.maí


Iðkendum í U13-U19 býðst að vera teljarar og aðstoðarfólk fyrir keppendur á Snillingamótinu laugardaginn 7.maí. Keppendur eru margir að stíga sín fyrstu spor í keppni í því mikilvægt að hafa góða teljara sem hjálpa þeim að spila eftir réttum reglum. Í boði eru tvær vaktir og fæst bíómiði og pizza fyrir hvora vakt:


Vakt 1 - kl.9:30-13:00 (pizza í lokin)

Vakt 2 - kl.12:00-15:30 (pizza á undan)


Skráning fer fram með því að senda Önnu Lilju skilaboð í Sportabler eða á netfangið bhbadminton@hotmail.com. Þurfum 20 til starfa og gildir fyrstir skrái sig fyrstir fá. Sjá skráningu á vaktir hér.


Æfingar falla niður á sunnudag en opinn tími á föstudag


Á sunnudaginn verður leikið til úrslita í Keldudeildinni í borðtennis í Strandgötu. Vegna keppninnar falla allar æfingar niður þennan dag. Bjóðum uppá opna æfingu á föstudaginn 6.maí klukkan 19:30-21:00 í staðinn.



Keppendur í U9 flokknum á Snillingamóti BH 2021
Keppendur í U9 flokknum á Snillingamóti BH 2021

Comments


bottom of page