Meistaramót Badmintonfélags Hafnarfjarðar og RSL verður haldið í Íþróttahúsinu við Strandgötu dagana 12.-14.febrúar 2021 (frestað í nóvember 2020). Mótið er hluti af Hleðslubikar BSÍ og gefur stig á styrkleikalista sambandsins.
Keppt verður í meistara, A- og B-flokki fullorðinna. Keppnisfyrirkomulag verður riðlar í tvíliða- og tvenndarleik en hreinn útsláttur í einliðaleik.
Vegna fjöldatakmarkanna verður ekki hægt að segja fyrirfram hvenær hvaða flokkar eða greinar eru spilaðar. Dagskrá verður birt þriðjudaginn 9.febrúar.
BH-ingar þurfa að skrá sig hér eigi síðar en fimmtudaginn 4.febrúar kl.23:59. Skráningar frá öðrum félögum þurfa að berast á excel skráningarformi BSÍ á netfangið bhbadminton@hotmail.com fyrir klukkan 16:00 föstudaginn 5.febrúar.
Mótsgjöld eru 3.500 krónur á mann í einliðaleik og 3.000 krónur á mann tvíliða- og tvenndarleik.
Glæsileg verðlaun að venju frá samstarfsaðilum BH.
Comentários