top of page
Search

Skráningu að ljúka í Íslandsmót öldunga

Dagana 25.-26.nóvember næstkomandi fer Íslandsmót öldunga 35 ára og eldri fram hjá okkur BH-ingum í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Mótið hentar fyrir allt áhugasamt badmintonfólk því keppt er í bæði A og B getustigi. Skráningu lýkur miðvikudaginn 16.nóvember. Hvetjum öll til að vera með.


Nánari upplýsingar um mótið:


Íslandsmót öldunga 25.-26.nóvember 2022


Staðsetning: Íþróttahúsið við Strandgötu


Flokkar: Keppt verður í A og B getustigi í eftirfarandi flokkum karla og kvenna í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik:

  • 35-44 ára (fædd 1987-1978)

  • 45-54 ára (fædd 1977-1968)

  • 55-64 ára (fædd 1967-1958)

  • 65 ára og eldri (fædd 1957 og fyrr)

Öllum er frjálst að skrá sig í A-getustig. Í B-getustigi mega aðeins þau keppa:

  • Sem aldrei hafa orðið íslandsmeistarar í A-flokki/1.deild.

  • Leikmaður sem var fæður upp í efstu deild þ.e. meistaraflokk þegar það var og hét á einhverjum tímapunkti.

  • Leikmaður sem hefur unnið sig upp í Úrvalsdeild samkvæmt styrkleikalista á einhverjum tímapunkti.

Keppnisfyrirkomulag: Stefnt er að því að spila í riðlum þannig að allir fái amk 2 leiki í hverri grein en það fer eftir þátttöku hvernig það raðast.


Mótsgjöld: 4.000 kr fyrir einliðaleik og 3.000 kr á mann í tvíliða- og tvenndarleik.


Skráning: Skráning BH-inga fer fram á þessu eyðublaði og lýkur miðvikudaginn 16.nóvember.
1 comentario


tjroshan
16 nov 2022

Hi, May I know the timings (start and end time) for this event? Íslandsmót seniors November 25-26, 2022.

Me gusta
bottom of page