Fyrsta unglingamót vetrarins, Reykjavíkurmót unglinga, fer fram í TBR húsunum við Gnoðarvog 18.-19.september. Það er ekki skipt upp í A og B getustig á þessu móti og því mælum við ekki með því fyrir þau sem lítið sem ekki hafa keppt áður. Fyrsta unglingamótið þar sem keppt er í B flokki verður 16.-17.október í KR húsunum. Allar nánari upplýsingar um Reykjavíkurmótið og mót almennt má finna hér fyrir neðan.
Reykjavíkurmót unglinga - 18.-19.september 2021
Staðsetning: TBR húsið við Gnoðarvog
Flokkar: U13-U19 - Ekki skipt í A og B getustig, hentar því ekki fyrir óvana
Keppnisfyrirkomulag: Keppt verður í riðlum í einliðaleik og hreinn útsláttur í tvíliða- og tvenndarleik. Keppni hefst kl.10 á laugardag. Undanúrslit og úrslit á sunnudag kl. 10:00. Það ræðst af þáttöku keppenda hvort að mótið verði spilað á einum eða tveimur dögum. Það verður ljóst þegar mótaskrá verður útgefin.
Mótsgjöld: 2.000 kr fyrir einliðaleik og 1.800 kr á mann í tvíliða- og tvenndarleik.
Skráningu lýkur: Mánudaginn 13.september
Smellið hér til að finna skráningareyðublað.
Almennt um badmintonmót
Yfirlit yfir öll mót vetrarins má finna á badminton.is undir mótamál og mótaskrá.
BH-ingar sem vilja taka þátt í mótum þurfa að skrá sig á þar til gerð eyðublöð eða með tölvupósti til bhbadminton@hotmail.com innan skráningarfrestsins sem gefinn er upp. Mótsgjöld þarf að greiða inná reikning BH eigi síðar en daginn eftir mót: 0545-26-5010, kt. 501001-3090.
B mót unglinga henta best fyrir krakka sem eru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni, þau sem hafa unnið til verðlauna á opnum mótum mega ekki keppa þar. A mót unglinga eru erfið fyrir þau sem ekki hafa keppt áður og er ekki mælt með því að byrja á slíku móti.
Fullorðinsmót henta aðeins fyrir mjög vant keppnisfólk 15 ára og eldri. Fullorðnir ættu að byrja á að prófa að keppa í svokölluðum trimmótum en gætu svo í kjölfarið keppt í B flokki fullorðinna.
Um að gera að leita ráða hjá þjálfurum við val á mótum.
Flokkaskiptingar barna og unglinga veturinn 2021-2022 U9 - fædd 2013 og síðar U11 - fædd 2011 og 2012 U13 - fædd 2009 og 2010 U15 - fædd 2007 og 2008 U17 - fædd 2005 og 2006 U19 - fædd 2003 og 2004
Comments