Meistaramót BH og RSL 2024 fer fram helgina 15.-17.nóvember í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Skráningu í mótið lýkur á fimmtudag 6.nóvember. BH-ingar skrá sig á þessu eyðublaði en leikmenn annarra félaga hjá sínum þjálfurum.
Meistaramót BH og RSL er jafnan eitt fjölmennasta fullorðinsmót ársins en keppt er í úrvals, 1. og 2. deild fullorðinna. Spilað verður á keppnismottum félagsins og mótið sýnt í beinni útsendingu á Youtube. Glæsileg verðlaun frá samstarfsaðilum félagsins verða veitt öllum sigurvegurum.
Í ár verður einliðaleikur spilaður í riðlum en tvíliða- og tvenndarleikur með hreinum útslætti. Reikna má með að keppni í einliðaleik hefjist á föstudag kl.17 og ljúki á laugardag. Þá er stefnt að því að spila tvenndarleik eftir hádegi á laugardag og tvíliðaleik á sunnudag. Nánari dagskrá verður birt mánudaginn 11.nóvember.
Myndir frá mótinu í fyrra má finna hér á Facebook.
コメント