top of page
Search

Skráning opin í næstu mót

Mótatímabilið í badminton stendur nú sem hæst og eru mót á dagskrá nánast hverja helgi fram að jólum. Næstu tvö mót á dagskránni eru Meistaramót UMFA fyrir vana leikmenn 15 ára og eldri og Vetrarmót unglinga fyrir bæði vana og óvana unglinga í U13-U19. Hvetjum keppnisglaða til að skrá sig. Nánari upplýsingar um dagskrá vetrarins og mót almennt má finna neðst í þessari frétt.


Meistaramót UMFA - 23.-24.október 2021


Staðsetning: Íþróttamiðstöðin að Varmá í Mosfellsbæ


Flokkar: Fullorðinsmót þar sem keppt er í Úrvals, 1. og 2.deild. Aðeins fyrir vant keppnisfólk 15 ára og eldri (hægt að sækja um undanþágu frá aldri fyrir mjög vana yngri spilara).


Keppnisfyrirkomulag: Hreinn útsláttur í einliðaleik en riðlar í tvíliða og tvenndarleik. Keppni hefst kl.10 báða dagana. Mögulega þarf að spila á föstudagskvöld líka.


Mótsgjöld: 3000 kr á mann í hverja grein.


Skráningu lýkur: Sunnudaginn 17.október


Skráning: Hér í google forms.Vetrarmót unglinga - 30-31.október 2021


Staðsetning: TBR húsið við Gnoðarvog


Flokkar: U13-U19 - Keppt í bæði A og B getustigi í einliðaleik, B fyrir þau sem ekki hafa unnið til verðlauna á opnum mótum og A fyrir aðra.


Keppnisfyrirkomulag: Keppt verður í riðlum í A og B getustigi í einliðaleik, hreinn útsláttur í tvíliða- og tvenndarleik og engin getuskipting. Mótið hefst klukkan 10:00 báða dagana en dagskrá verður ákveðin eftir að skráningu lýkur. Þó er ákveðið að einliðaleikur í B getustigi verður aðeins á laugardag.


Mótsgjöld: 2.000 kr fyrir einliðaleik og 1.800 kr fyrir tvíliða- og tvenndarleik.


Skráning: Skráning fer fram á þessu eyðublaði og lýkur fimmtudaginn 21.október.Almennt um badmintonmót


Yfirlit yfir öll mót vetrarins má finna á badminton.is undir mótamál og mótaskrá.


BH-ingar sem vilja taka þátt í mótum þurfa að skrá sig á þar til gerð eyðublöð eða með tölvupósti til bhbadminton@hotmail.com innan skráningarfrestsins sem gefinn er upp. Mótsgjöld þarf að greiða inná reikning BH eigi síðar en daginn eftir mót: 0545-26-5010, kt. 501001-3090.


B mót unglinga henta best fyrir krakka sem eru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni, þau sem hafa unnið til verðlauna á opnum mótum mega ekki keppa þar. A mót unglinga eru erfið fyrir þau sem ekki hafa keppt áður og er ekki mælt með því að byrja á slíku móti.


Fullorðinsmót henta aðeins fyrir mjög vant keppnisfólk 15 ára og eldri. Fullorðnir ættu að byrja á að prófa að keppa í svokölluðum trimmótum en gætu svo í kjölfarið keppt í 2.deild fullorðinna.


Um að gera að leita ráða hjá þjálfurum við val á mótum.


Flokkaskiptingar barna og unglinga veturinn 2021-2022 U9 - fædd 2013 og síðar U11 - fædd 2011 og 2012 U13 - fædd 2009 og 2010 U15 - fædd 2007 og 2008 U17 - fædd 2005 og 2006 U19 - fædd 2003 og 2004Comments


bottom of page