top of page
Search

Skemmtilegt mót hjá KR

  • annaliljasig
  • Oct 24, 2023
  • 1 min read

Á laugardaginn tóku 22 BH-ingar þátt í SET móti KR í Frostaskjóli. Keppt var í einliðaleik í B flokkum U9-U19. Mörg voru að taka þátt í sínu fyrsta móti og stóðu sig vel.


Í U9 og U11 flokkunum spiluðu allir þátttakendur tvær lotur í 30 og fengu verðlaunapening fyrir þátttökuna að keppni lokinni.


Í U13-U19 var keppt í riðlum og svo útsláttarkeppni eftir það. Í U13 varð Aron Snær Kjartansson í 2.sæti, í U17 sigraði Þórdís María Róbertsdóttir og í U19 varð Sólon Chanse Sigurðsson í 2.sæti.


Nánari úrslit mótsins má finna hér á tournamentsoftware.com.


Hér fyrir neðan má sjá myndir af öllum þátttakendum BH í mótinu sem þjálfararnir Anna Lilja og Elín Ósk tóku í KR heimilinu.




 
 
 

Comentarios


RioTinto_2017_Red_CMYK.jpg
lottó.jpg
rsl.JPG
Íþr�óttasamband Íslands
hfj.png
íbh.jpg
bottom of page