top of page
Search

Skemmtilegt mót hjá KR

Um helgina fór SET mót unglinga fram í KR heimilinu við Frostaskjól. 29 BH-ingar tóku þátt í mótinu og stóðu sig vel. Margir keppendur frá okkur voru að stíga sín fyrstu spor í keppni og voru allir mjög duglegir.


Í U9 og U11 flokknum var kepptu allir 3 lotur og fengu viðurkenningu fyrir þátttöku að keppni lokinni. Ekki var keppt um verðlaunasæti í þeim flokki.


Í öðrum flokkum var spilað í riðlum og komust sigurvegarar riðlanna áfram í útsláttarkeppni. Þrír BH-ingar unnu til verðlauna. Dagur Örn Antonsson var í 1.sæti í U13 strákar, Þórdís María Róbertsdóttir var í 1.sæti í U15 stelpur og Védís Ýmisdóttir í 2.sæti í U17-U19 stelpur. Til hamingju með flottan árangur krakkar.


Úrslit allra leikja má finna hér á tournamentsoftware.com.


Keppni fór fram í KR heimilinu við Frostaskjól


Hluti af keppendum BH í U9 og U11 flokknum þar sem allir fengu viðurkenningu fyrir þátttökuna.


Dagur sigraði í U13 flokknum


Þórdís sigraði í U15 flokknum


Védís var í 2.sæti í U17-U19

Kommentare


bottom of page