top of page
Search

Skemmtilegt mót í Hveragerði

Fjórtán BH-ingar tóku þátt í Kjörísmóti Hamars í Hveragerði um síðustu helgi. Keppt var í U9-U19 B flokkum barna og unglinga. Mótið var mjög skemmtilegt og fengu allir ís frá Kjörís í mótslok.


Í U9 og U11 flokkunum var spilaður einliðaleikur þar sem allir fengu 3-4 leiki og svo viðurkenningu að keppni lokinni. Ekki var leikið til úrslita í þessum flokkum.


Í U13-U19 var keppt til verðlauna í einliða- og tvíliðaleik og voru tveir BH-ingar á verðlaunapalli, bræðurnir Hákon og Lúðvík Kemp. Þeir voru í 1.sæti í tvíliðaleik í U13 og Hákon var í 2.sæti í einliðaleik í U13.


Úrslit mótsins má finna hér á tournamentsoftware.com og myndir af öllum keppendum BH hér á Facebook.


Takk fyrir þátttökuna og góðan dag í Hveragerði.


Hákon og Lúðvík í 1.sæti í tvíliðaleik í U13, Halldór og Sigurjón frá UMFA í öðru sæti.
Hákon og Lúðvík í 1.sæti í tvíliðaleik í U13, Halldór og Sigurjón frá UMFA í öðru sæti.

Commentaires


bottom of page