top of page
Search

Skemmtilegt mót í Þorlákshöfn

Á laugardaginn tóku 32 BH-ingar þátt í Unglingamóti Þórs í Þorlákshöfn. Krakkarnir stóðu sig mjög vel og voru sér og sínum til sóma innan vallar sem utan. Margir voru að stíga sín fyrstu skref í badmintonkeppni og fór hún mjög vel af stað hjá þeim. Þjálfarar svo sérstaklega ánægðir með hópinn sem lagði sig fram en skemmti sér einnig vel.


Í U9 og U11 flokkunum fengu allir 2-4 leiki og þátttökuverðlaun að því loknu. Ekki er spilað um sæti í þessum flokkum.


Í U13-U17 flokkunum var spilað til verðlauna og komust eftirfarandi BH-ingar á pall:

  • Angela Líf Kuforiji, 1.sæti í tvíliðaleik í U13

  • Karitas Björg Erlingsdóttir, 1.sæti í tvíliðaleik í U13

  • Birkir Darri Nökkvason, 2.sæti í einliðaleik í U15 og 1.sæti í tvíliðaleik í U15-U17

  • Þórdís María Róbertsdóttir, 2.sæti í einliða- og tvíliðaleik í U15-U17

  • Sunna Katrín Jónasdóttir, 1.sæti í tvíliðaleik í U15-U17

  • Elíana Ísis Árnadóttir, 2.sæti í tvíliðaleik í U15-U17

  • Pálmi Snær Sveinsson, 1.sæti í tvíliðaleik í U15-U17

  • Adam Elí Ómarsson, 2.sæti í einliðaleik í U17

Öll úrslit á Unglingamóti Þórs má finna hér á tournamentsoftware.com.


Myndir eru væntanlegar á Facebook síðu BH.




Comentarios


bottom of page