Laugardaginn 4.mars fóru nokkrir hressir BH-ingar í U13 hópnum okkar í heimsókn til nýstofnaðar Badmintondeildar Leiknis í Breiðholti ásamt Önnu Lilju þjálfara. Leiknir stofnaði Badmintondeild í haust og æfir þar nú hópur af hressum krökkum á aldrinum 10-13 ára undir stjórn Stefáns Páls.
Frá báðum félögum mættu 12 krakkar. Spilaðir voru fjölmargir stuttir einliðaleikir í 11 svo að allir fengju að mæta sem flestum og fjölbreyttum andstæðingum. Keppt var á sex völlum í Íþrótthúsinu við Austurberg og skiptust krakkarnir á að vera teljarar. Einnig var spilaður meistari og fjall. Eftir badmintonspilið bauð Leiknir öllum í pizzu.
Þökkum Leiknismönnum fyrir skemmtilega heimsókn og góðar mótttökur.
Komentarze