top of page
Search

Skemmtileg hópferð til Svíþjóðar

Dagana 1.-4.september fór hópur frá BH, TBS og Tindastól í badmintonkeppnisferð til Sollentuna í Svíþjóð. Ferðin var skemmtileg en strembin því keppnisdagarnir tveir voru ansi langir. Íslenski hópurinn var sér og sínum til sóma innan vallar sem utan. 26 verðlaun komu með heim til Íslands.

Í heildina voru 54 í hópnum, 38 keppendur og 16 þjálfarar og foreldrar. Frá BH fóru 26 keppendur, þjálfararnir Elín Ósk, Kjartan, Sólrún og Una ásamt fimm foreldrum yngstu keppendanna.


Flogið var til Stokkhólms fimmtudaginn 1.september og fór allur hópurinn í Gröna Lund tívolíið þann daginn. Föstudagurinn var æfinga- og verslunardagur en svo tók keppnin við. Á laugardag var keppt í einliðaleik og á sunnudag í tvíliða- og tvenndarleik. Flogið var aftur heim til Íslands seint á sunnudagskvöld.


Töluvert fleiri skráðu sig í mótið en Svíarnir höfðu reiknað með og lentu þeir í miklum vandræðum með að halda áætlun. Á laugardaginn var margra klukkutíma seinkun og kláraði síðasti Íslendingu keppni þegar klukkan var langt gengin í þrjú um nóttina. Dagskráin á sunnudag var einnig mjög þétt og því ekki hægt að færa laugardagsleikina þangað. Keppendur stóðu sig samt mjög vel í þessum ansi óvenjulegu aðstæðum.


Kosturinn við mótið í Sollentuna er að keppt er í öllum flokkum unglinga þ.e. frá U9 og upp í U19 og í tveimur getustigum. Í Svíþjóð eru þrjú getustig, Nivau 1 sem er svipað og B á Íslandi, Nivau 3 sem er svipað og A á Íslandi og svo er Nivau 6 með 6-8 bestu spilurunum í hverjum aldursflokki en aðeins var keppt í 1 og 3 á þessu móti. Auk þess er spilað í riðlum og komast tveir upp úr hverjum riðli sem tryggir öllum marga leiki. Vonandi að hægt verði að finna betri lausn á tímasetningum næst t.d. með því að fjölga keppnisdögum því mótið var frábært að öðru leiti en að spila þurfti fram á nótt.


Íslenski hópurinn stóð sig mjög vel á mótinu og kom heim með 4 gull, 6 silfur og 16 bronsverðlaun:


Gullverðlaun - 1.sæti

 • Jón Víðir Heiðarsson, BH og Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir, TBS - Tvenndarleikur U19A

 • Katla Sól Arnarsdóttir, BH - Einliðaleikur meyjar U15A

 • Marínó Örn Óskarsson, TBS - Einliðaleikur snáðar U11A

Silfurverðlaun - 2.sæti

 • Júlía Marín Helgadóttir, Tindastól og Matthildur Thea Helgadóttir, BH - Tvíliðaleik tátur U13A

 • Angela Líf Temitope Kuforiji, BH - Einliðaleikur meyjar U15B

 • Helgi Sigurgeirsson, BH og Emilía Ísis Nökkvadóttir, BH - Tvenndarleikur U15B

 • Sunna Katrín Jónasdóttir, BH með sænskum meðspilara - Tvenndarleikur U17B

 • Adam Elí Ómarsson, BH með sænskum meðspilara - Tvenndarleikur U19A

Bronsverðlaun - 3.-4.sæti

 • Sebastían Amor Óskarsson, TBS og Erik Valur Kjartansson, BH - Tvíliðaleikur hnokkar U13A

 • Erling Þór Ingvarsson, TBS - Einliðaleikur U13B

 • Alda Máney Björgvinsdóttir, TBS með sænskum meðspilara - Tvíliðaleikur U13B

 • Emma Katrín Helgadóttir, Tindastól og Katla Sól Arnarsdóttir, BH - Tvíliðaleikur meyjar U15A

 • Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir, TBS - Einliðaleikur telpur U17A

 • Stefán Logi Friðriksson, BH og Lena Rut Gígja, BH - Tvenndarleikur U17A

 • Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir, TBS og Sigurlaug Sara Kristjánsdóttir, TBS - Tvíliðaleikur telpur U17A

 • Elíana Ísis Árnadóttir, BH með sænskum meðspilara - Tvenndarleikur U17B

 • Sólon Chanse Sigurðsson, BH og Yuna Ír Thakham, BH - Tvenndarleikur U17B

 • Adam Elí Ómarsson, BH og Jón Víðir Heiðarsson, BH - Tvíliðaleikur piltar U19A

Nánari úrslit má finna hér á tournamentsoftware.com. Myndir frá mótinu má finna hér á Facebook síðu BH.


Takk fyrir skemmtilega ferð kæri Sollentunahópur og til hamingju með góðan árangur.Comments


bottom of page