top of page
Search

Skemmtileg ferð til Siglufjarðar

Helgina 30.september til 2.október fór stór hópur frá BH til Siglufjarðar til að taka þátt í Unglingamóti TBS. Í hópnum voru 38 keppendur frá BH auk tveggja leikmanna frá ÍA og Hamri sem fengu að slást með í för. Þjálfararnir Anna Lilja, Sebastían, Sigurður Eðvarð og Sólrún Anna fylgdu hópnum ásamt þremur foreldrum þeim Sigurgeir, Kristjáni og Eyrúnu.


Lagt var af stað úr Hafnarfirðinum á hádegi á föstudag. Tekið var gott stopp á Blönduósi á leiðinni norður þar sem farið var í sund og borðaður kvöldmatur. Keppt var í einliðaleik á laugardag og tvíliða- og tvenndarleikjum á sunnudag. Á laugardagskvöldið var pizzu og pasta hlaðborð fyrir alla keppendur á mótinu. Gist var í húsnæði Slysavarnarfélagsins á Siglufirði og sáu þjálfarar og fararstjórar um að útbúa morgunmat fyrir hópinn í salnum.


Ferðin gekk í alla staði vel enda öflugur hópur þjálfara og foreldra sem hélt utan um okkar fólk. Yngstu keppendurnir voru 9 ára og þeir elstu 18 ára, 26 strákar og 14 stelpur. Eldri iðkendur voru sérstaklega duglegir við að hjálpa þeim yngri og allir til fyrirmyndar innan vallar sem utan.


Okkar fólki gekk mjög vel í mótinu og komu 33 verðlaun með heim í Hafnarfjörðinn.


Verðlaunahafar BH á mótinu voru 21 talsins:

  • Kári Bjarni Kristjánsson, 1.sæti í einliða- og tvíliðaleik í U11

  • Sigurður Bill Arnarsson, 1.sæti í tvíliðaleik og 2.sæti í einliðaleik í U11

  • Lilja Guðrún Kristjánsdóttir, 1.sæti í tvíliðaleik og 2.sæti í einliðaleik í U11

  • Erik Valur Kjartansson, 2.sæti í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik í U13

  • Laufey Lára Haraldsdóttir, 2.sæti í tvíliða og tvenndarleik í U13

  • Lilja Jones, 2.sæti í tvíliðaleik í U13

  • Birnir Breki Kolbeinsson, 2.sæti í einliðaleik í U13B

  • Katla Sól Arnarsdóttir, 2.sæti í einliðaleik og 1.sæti í tvíliða- og tvenndarleik í U15

  • Rúnar Gauti Kristjánsson, 1.sæti í tvenndarleik í U15

  • Björn Ágúst Ólafsson, 2.sæti í tvíliða- og tvenndarleik í U15

  • Elín Helga Einarsdóttir, 2.sæti í tvenndarleik í U15

  • Emilía Ísis Nökkvadóttir, 1.sæti í einliðaleik í U15B

  • Karitas Björg Erlingsdóttir, 2.sæti í einliðaleik í U15B

  • Guðmundur Adam Gígja, 1.sæti í einliða- og tvíliðaleik í U17-U19

  • Kristian Óskar Sveinbjörnsson, 1.sæti í tvíliðaleik í U17-U19

  • Stefán Steinar Guðlaugsson, 2.sæti í einliða- og tvíliðaleik í U17-U19

  • Jón Sverrir Árnason, 1.sæti í tvenndarleik og 2.sæti í tvíliðaleik í U17-U19

  • Stefán Logi Friðriksson, 2.sæti í tvenndarleik í U17-U19

  • Lena Rut Gígja, 2.sæti í tvenndarleik í U17-U19

  • Þórdís María Róbertsdóttir, 1.sæti í einliðaleik í U17-U19B

  • Snædís Sól Ingimundardóttir, 2.sæti í einliðaleik í U17-U19B

Nánari úrslit má finna hér á tournamentsoftware.com


Hér á Facebook síðu BH má sjá skemmtilegar myndir af öllum keppendum BH.


Til hamingju með flottan árangur um helgina krakkar og takk fyrir skemmtilega ferð.


BH fer árlega með stóran hóp í keppnisferð á norðurlandið. Mótin eru yfirleitt í lok september eða byrjun október og hafa Akureyringar og Siglfirðingar skipst á að halda þau. Um þessar mundir er þó lítil badmintonstarfsemi á Akureyri og hefur mótið því verið tvö ár í röð á Siglufirði.


Þökkum Tennis- og badmintonfélagi Siglufjarðar fyrir vel skipulagt og skemmtilegt mót og einnig fyrir aðstoðina við að koma fólki á milli staða í rigningunni á laugardaginn.



Þjálfarateymi BH í Siglufjarðarferðinni var ánægt með hópinn.
Þjálfarateymi BH í Siglufjarðarferðinni var ánægt með hópinn.



Commentaires


bottom of page