top of page
Search

Skólaball í Strandgötu á fimmtudag

  • annaliljasig
  • Sep 20, 2022
  • 1 min read

Fimmtudaginn 22.september verður Flensborgarskólinn með skólaball í Strandgötu og því engar æfingar í stóra salnum. Það verður þó ýmislegt annað í boði fyrir þau sem missa badmintonæfingarnar sínar þennan dag sem allir ættu að vera búnir að fá tilkynningu um í gegnum Sportabler appið.


U13


Æfingin klukkan 16:00-17:00 fellur niður en hægt að mæta á aukaæfingu föstudag kl.15:00-16:00 í staðinn.


U15-U19 og keppnishópur 1


Badmintonæfingin fellur niður en æfing í ræktinni í staðinn kl.17:00-18:00


Keppnishópar 2, 3 og 4


Ekkert tvíliðaleiksspil en fyrirlestur og vinnustofa með Helga Val íþróttasálfræðingi kl.18-21 í staðinn.


Tvíliðaleiksspilarar


Ekkert tvíliðaleiksspil en hægt að mæta í spil með keppnishópum 2-4 á föstudag kl.18:00-19:30 í staðinn.


Óskum Flensborgurum góðrar skemmtunar á ballinu.



Strandgatan í ballbúning
Strandgatan í ballbúning

 
 
 

Comments


RioTinto_2017_Red_CMYK.jpg
lottó.jpg
rsl.JPG
Íþr�óttasamband Íslands
hfj.png
íbh.jpg
bottom of page