top of page
Search

Sjö verðlaunahafar á Skaganum

Um helgina fór Meistaramót BH fram á Akranesi. Keppt var í úrvals, 1. og 2. deild fullorðinna. 18 BH-ingar tóku þátt og stóðu sig vel.


Sjö keppendur frá BH unnu til verðlauna. Katla Sól Arnarsdóttir og Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir sigruðu í tvíliðaleik kvenna í úrvalsdeild. Helgi Valur Pálsson og Kári Þórðarson voru í 2.sæti í tvíliðaleik karla í 1. deild. Bræðurnir Hákon og Lúðvík Kemp mættust í úrslitum í einliðaleik karla í 2. deild og sigraði Lúðvík. Erla Rós Heiðarsdóttir var í 2.sæti í tvíliðaleik kvenna í 2. deild ásamt Ingu Maríu úr Aftureldingu. Til hamingju verðlaunahafar!


Nánari úrslit má finna hér á tournamentsoftware.com og myndir af verðlaunahöfum BH má finna hér og fleiri myndir frá mótinu má finna á Facebooksíðu Badmintonfélags Akraness.



Hrafnhildur Edda og Katla Sól sigruðu í tvíliðaleik kvenna í úrvalsdeild
Hrafnhildur Edda og Katla Sól sigruðu í tvíliðaleik kvenna í úrvalsdeild





Komentar


RioTinto_2017_Red_CMYK.jpg
lottó.jpg
rsl.JPG
Íþróttasamband Íslands
hfj.png
íbh.jpg
bottom of page