Meistaramót TBR fór fram í Laugardalnum um helgina. Til keppni voru skráðir 87 leikmenn, þar af 30 frá BH. Daginn fyrir mót komu upp COVID smit í æfingahópnum okkar sem setti skipulagið heldur betur úr skorðum. Sem betur fer fengu þó allir sem ekki voru í einangrun eða sóttkví neikvæð próf á laugardagsmorgun og gátu tekið þátt. Leikmenn BH unnu til sextán verðlauna á mótinu.
Úrvalsdeild
Una Hrund Örvar sigraði í tvenndarleik ásamt Kristófer Darra Finnssyni úr TBR. Hún vann silfurverðlaun í tvíliðaleik kvenna ásamt Sólrúnu Önnu Ingvarsdóttur. Sólrún var einnig í öðru sæti í einliðaleik.
1.deild
Davíð Phuong Zuan Nguyen og Sigurður Eðvarð Ólafsson sigruðu í tvíliðaleik karla og Halla Stella Sveinbjörnsdóttir sigraði í einliðaleik kvenna. Í öðru sæti var Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir en hún var einnig í öðru sæti í tvíliðaleik kvenna ásamt Lilju Berglindi Harðardóttur.
2.deild
Katla Sól Arnarsdóttir sigraði í einliðaleik kvenna og tvíliðaleik kvenna ásamt Hrafnhildi Eddu Ingvarsdóttur úr TBS. Elín Helga Einarsdóttir var í öðru sæti í tvíliðaleik kvenna en hún lék með Sunnu Karen Ingvarsdóttur úr Aftureldingu. Sebastían Vignisson sigraði í tvenndarleik þar sem hann spilaði með Hrafnhildi Eddu úr TBS. Í öðru sæti í tvenndarleiknum voru systkinin Erla Rós og Jón Víðir Heiðarsbörn.
Nánari úrslit má finna hér á tournamentsoftware.com. Myndir af verðlaunahöfum BH má finna á Facebook síðu BH og fleiri myndir frá mótinu hjá TBR á Facebook.
Við óskum verðlaunahöfum og öðrum keppendum til hamingju með góðan árangur. Einnig þökkum við TBR-ingum fyrir góða mótsstjórn við erfiðar aðstæður.
Comments