top of page
Search

SET mót KR - Niðurröðun og dagskrá

Updated: Oct 14, 2021

Um helgina fer SET mót unglinga fram í KR heimilinu við Frostaskjól. Keppt verður í einliðaleik í U9-U19 flokkum barna og unglinga og eru 29 BH-ingar skráðir til þátttöku.


Gróf dagskrá mótsins er eftirfarandi:


Laugardagur

kl. 9-13 - U9 og U11 - Anna Lilja þjálfari kl.12-18 - U13 - Siggi þjálfari

kl.15-17 - U17-U19 stelpur - Elín Ósk þjálfari


Sunnudagur

kl. 9-14 - U15 stelpur og U15-U17 strákar - Elín Ósk þjálfari


Hér á tournamentsoftware.com er hægt að sjá niðurröðun og tímasetningar einstakra leikja. Athugið að dagskrá er alltaf birt með fyrirvara um breytingar og eins gætu tímasetningar raskast ef mikið er um jafna leiki. Hægt er að smella á nöfn leikmanna hér til að sjá þeirra leiki á mótinu. Gott er að athuga kvöldið fyrir mót hvort dagskrá hafi nokkuð breyst t.d. vegna forfalla eða mistaka í skráningu.


Í U9 og U11 er spiluð ein lota upp í 21. Í þeim flokkum er ekki spilað uppúr riðlunum en allir fá viðurkenningu fyrir þátttöku. Í U13-U19 eru spilaðir fullir leikir (þ.e. vinna þarf tvær lotur í 21 til að vinna leik) og sigurvegari hvers riðils kemst áfram í útsláttarkeppni þar sem 1. og 2.sæti fá verðlaun.


Gott er að mæta í hús 30 mínútum fyrir áætlaðan leiktíma til að átta sig á aðstæðum og hita upp. Mælum með að mæta í stuttbuxum og stuttermabol en vera í íþróttagalla yfir sem farið er í milli leikja til að kólna ekki niður. Þá ættu allir að vera í innanhússkóm og með vatnsbrúsa og nesti með sér. Þjálfarar taka spaða með ef einhverjir þurfa að fá lánað.


Mótsgjaldið var greitt við skráningu í Sportabler. Þau sem skráðu sig í gegnum tölvupóst þurfa að leggja inná reikning BH: 0545-26-5010, kt. 501001-3090, kr. 1.500,-.


Forföll skal boða til Önnu Lilju í síma 8686361. Mjög mikilvægt er að láta vita strax um forföll ef einhver eru þar sem það hefur mjög slæm áhrif á skipulagningu mótsins og aðra keppendur ef einhverjir mæta ekki og láta ekki vita.


Ef eitthvað er óljóst er gott að ráðfæra sig við þjálfara á æfingum á fimmtudag og föstudag eða hringja í Önnu Lilju í síma 8686361.


Gangi ykkur vel og góða skemmtun.
Comments


bottom of page