Um helgina fór Bikarmót BH fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Keppt var í einliðaleik í U13-U19 flokkum unglinga. Skipt var í riðla eftir getu til að gefa þátttakendum kost á að fá eins jafna leiki og mögulegt var. Skráðir þátttakendur voru 74 talsins frá sex félögum: BH, ÍA, Hamar, UMFA, Tindastól og TBS. Riðlarnir voru sautján talsins og fékk sigurvegari í hverjum riðli bikar en allir þátttakendur fengu sokka frá RSL.
Una Hrund Örvar tók myndir af öllum þátttakendum. Myndir af keppendum í U13 má finna hér og U15-U19 hér. Úrslit allra leikja má finna hér á tournamentsoftware.com.
Sem betur fer var hægt að gefa aðstandendum keppenda kost á að koma og horfa á en þó ekki fleiri en tvo frá hverjum. Allir sem mættu voru skráðir inn með nafni, kennitölu og símanúmeri og þurftu að sitja í númeruðum sætum.
Keppendur í U15-U19
Keppendur í U13 flokknum
Takk fyrir þátttökuna og til hamingju með árangurinn!
Comentarios