top of page
Search

Sóttvarnarreglur í Strandgötunni

Vegna fjölgunar á Covid smitum og nýjum sóttvarnarreglum sem tóku gildi í dag og gilda til amk 19.október gildir eftirfarandi í Íþróttahúsinu við Strandgötu:


  • Foreldrar og forráðamenn mega ekki vera viðstaddir æfingar barna, hvorki sem áhorfendur né þátttakendur.

  • Opnir tímar í badminton á föstudögum kl.19-20 og sunnudögum kl.13-15 verða aðeins opnir fyrir iðkendur. Foreldrar, systkini og vinir geta ekki komið með þessa dagana.

  • Iðkendur í badminton og skólaíþróttir skulu nota inngang að framanverðu (sem snýr út að sjónum).

  • Iðkendur í borðtennis, iðjuþjálfun og dansi skulu nota aðalinngang (sem snýr út að kirkjunni).

  • Þreksalur í kjallaranum verður lokaður öllum nema skólaíþróttakennslu.

  • Búningsklefar verða lokaðir fyrir öllum sem fæddir eru 2004 og fyrr. Mælt er með því að allir komi klæddir í íþróttafatnað á æfingar og sleppi því að nota klefa.

  • Iðkendur eru beðnir um að koma ekki í hús fyrr en 5-10 mínútum fyrir sína æfingu og yfirgefa húsið um leið og henni lýkur.

  • Allir þurfa að spritta hendur þegar komið er inn í hús og áður en farið er úr húsi.

  • 1 m fjarlægðartakmörk þarf að virða utan badmintonvallanna. Sérstök aðgát skal höfð í anddyri þar sem getur verið þrögt þegar margir eru að koma og fara.

  • Mjög mikilvægt að allir sem finna fyrir einhverjum einkennum Covid19 haldi sig heima.

Til viðbótar við ofangreint skal tekið fram að sóttvarnarreglur sem BSÍ hefur gert í samráði við yfirvöld eru í fullu gildi í húsinu og hvetjum við ykkur til að kynna ykkur þær vel hér á badminton.is.


Vöndum okkur öll við að fara eftir þessum reglum og sýna almenna skynsemi svo við getum haldið áfram að æfa.


Við erum öll almannavarnir!




Comentarios


bottom of page