top of page
Search

Reykjavíkurmót unglinga um helgina

Um helgina fer Reykjavíkurmót unglinga fram í TBR húsunum við Gnoðarvog. Um 80 börn og unglingar taka þátt í mótinu, þar af 25 BH-ingar.


Keppni hefst kl.10 á laugardag en þann dag verður spilað fram í undanúrslit. Á sunnudag eru undanúrslit og úrslit og hefst keppni einnig kl.10. Niðurröðun og tímasetningar einstakra leikja má finna hér á tournamentsoftware.com. Mælum með að mæta í hús eigi síðar en 30 mín fyrir áætlaðan leiktíma. Athugið að tímasetningar eru alltaf til viðmiðunar og gætu raskast ef mikið verður um langa leiki. Mjög mikilvægt er að láta vita ef upp koma veikindi eða önnur óvænt forföll í síma 8686361 (Anna Lilja).


Mótsgjaldið er 2.000 kr fyrir einliðaleik og 1.800 kr á mann fyrir tvíliða- og tvenndarleik. Vinsamlega leggið mótsgjöldin inná reikning BH eigi síðar en á mánudag eða hafið samband á netfangið bhbadminton@hotmail.com til að semja um greiðslufrest eða óska eftir aðstoð. Reikningur BH: 0545-26-5010, kt.501001-3090.


Gangi ykkur vel og góða skemmtun!


Á Reykjavíkurmóti unglinga 2019. Mótið féll niður árið 2020 vegna heimsfaraldurs.
Á Reykjavíkurmóti unglinga 2019. Mótið féll niður árið 2020 vegna heimsfaraldurs.
Comentarios


bottom of page