top of page
Search

Rakel sigraði tvöfalt um helgina

Um helgina fór fullorðinsmótið TBR opið fram í TBR húsunum. Keppt var í meistara, A og B flokkum fullorðinna. BH-ingar stóðu sig vel að venju og náðu ellefu þeirra að vinna til verðlauna á mótinu. Rakel Rut Kristjánsdóttir náði þeim frábæra árangri að sigra tvöfalt í A-flokki með sigri í einliðaleik og tvíliðaleik með Maríu Rún frá ÍA en hún fékk einnig silfur í tvenndarleik með Kristan Óskari.


Eftirfarandi BH-ingar unnu til verðlauna:

 • Sólrún Anna Ingvarsdóttir, 2.sæti í einliðaleik í meistaraflokki

 • Erla Björg Hafsteinsdóttir, 2.sæti í tvíliða- og tvenndarleik í meistaraflokki.

 • Rakel Rut Kristjánsdóttir, 1.sæti í einliða og tvíliða og 2.sæti í tvenndarleik í A-flokki

 • Gabríel Ingi Helgason, 2.sæti í einliðaleik í A-flokki

 • Garðar Hrafn Benediktsson, 2.sæti í tvíliðaleik í A-flokki

 • Kristinn Breki Hauksson, 2.sæti í tvíliðaleik í A-flokki

 • Kristian Óskar Sveinbjörnsson, 2.sæti í tvenndarleik í A-flokki

 • Guðmundur Adam Gígja, 2.sæti í einliðaleik í B-flokki

 • Natalía Ósk Óðinsdóttir, 2.sæti í einliða- og tvenndarleik í B-flokki

 • Stefán Steinar Guðlaugsson, 2.sæti í tvíliða- og tvenndarleik í B-flokki

 • Valþór Viggó Magnússon, 2.sæti í tvíliðaleik í B-flokki

Nánari úrslit mótsins má finna á tournamentsoftware.com.


Myndir af verðlaunahöfum má finna á Facebook síðu TBR.


Rakel Rut og María Rún, ÍA, að taka á móti verðlaunum í einliðaleik kvenna í A-flokki


Commenti


bottom of page