top of page
Search

Rafrænn aðalfundur

Updated: Apr 8, 2021

Aðalfundur Badmintonfélags Hafnarfjarðar verður haldinn fimmtudaginn 8.apríl og hefst kl.20:00. Vegna samkomutakmarkanna verður fundurinn haldinn rafrænt á Zoom.us en ekki í Álfafelli eins og áður hafði verið auglýst.


Félagsmenn eru hvattir til að mæta á zoom.us og taka þátt í fundinum. Fundarboð með vefslóð hefur verið sent í tölvupósti á alla skráða. Hafið samband á bhbadminton@hotmail.com ef það hefur ekki borist.

Dagskrá aðalfundar er samkvæmt lögum félagsins eftirfarandi:

  1. Kosning þriggja manna kjörbréfanefndar.

  2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.

  3. Skýrsla stjórnar um starfsemi ársins.

  4. Lesnir og skýrðir endurskoðaðir reikningar.

  5. Lagabreytingar.

  6. Aðrar tillögur.

  7. Ákveðin árgjöld.

  8. Lögð fram starfs- og fjárhagsáætlun næsta starfsárs.

  9. Kosinn formaður.

  10. Kosnir aðrir stjórnarmenn.

  11. Kosnir tveir skoðunarmenn.

  12. Önnur mál.

Smellið hér til að finna ársskýrslu Badmintonfélags Hafnarfjarðar fyrir tímabilið 2020-2021 og ársreikninga fyrir árið 2020.





Comments


bottom of page