Aðalfundur Badmintonfélags Hafnarfjarðar verður haldinn fimmtudaginn 8.apríl og hefst kl.20:00. Vegna samkomutakmarkanna verður fundurinn haldinn rafrænt á Zoom.us en ekki í Álfafelli eins og áður hafði verið auglýst.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta á zoom.us og taka þátt í fundinum. Fundarboð með vefslóð hefur verið sent í tölvupósti á alla skráða. Hafið samband á bhbadminton@hotmail.com ef það hefur ekki borist.
Dagskrá aðalfundar er samkvæmt lögum félagsins eftirfarandi:
Kosning þriggja manna kjörbréfanefndar.
Kosning fundarstjóra og fundarritara.
Skýrsla stjórnar um starfsemi ársins.
Lesnir og skýrðir endurskoðaðir reikningar.
Lagabreytingar.
Aðrar tillögur.
Ákveðin árgjöld.
Lögð fram starfs- og fjárhagsáætlun næsta starfsárs.
Kosinn formaður.
Kosnir aðrir stjórnarmenn.
Kosnir tveir skoðunarmenn.
Önnur mál.
Smellið hér til að finna ársskýrslu Badmintonfélags Hafnarfjarðar fyrir tímabilið 2020-2021 og ársreikninga fyrir árið 2020.
Comments