Um helgina fara tvö barna og unglingamót fram hjá okkur í Íþróttahúsinu við Strandgötu, Bikarmót BH og Snillingamót BH. Rúmlega 170 krakkar eru skráðir til keppni og má því búast við miklu fjöri í húsinu um helgina. Allar æfingar á sunnudag og frá klukkan 16 á föstudag falla niður vegna mótanna.
Snillingamót BH
Rúmlega 65 krakkar eru skráðir í Snillingamótið en þar er keppt í einliðaleik á hálfum velli í U9 og U11 flokkunum. Dagskrá mótsins er eftirfarandi:
Laugardagurinn 6.maí Keppt í U9 flokknum (1.-3.bekkur)
Mæting kl.8:45 - Byrjað að spila kl.9:00
Verðlaunaafhending um kl.10:40
Sunnudagurinn 7.maí Keppt í U11 flokknum (4.-5.bekkur)
Mæting kl.8:45 - Byrjað að spila kl.9:00
Verðlaunaafhending um kl.10:40
Iðkendur í U13-U19 flokkunum bíðst að starfa sem teljarar á Snillingamótinu og fá að launum bíómiða. Skráning í teljarastörf fer fram í Sportabler eða í gegnum netfangið bh@bhbadminton.is.
Bikarmót BH
Bikarmót BH er fyrir U13-U19 aldursflokkana og eru 106 keppendur skráðir til þátttöku frá sjö félögum.
Niðurröðun og tímasetningar einstakra leikja eru komnar inná tournamentsoftware.com. Birt með fyrirvara um breytingar t.d. vegna forfalla. Best er að fara undir players og velja nafn keppanda til að sjá alla hans leiki. Allir fá 3-4 leiki, ekki er spilað uppúr riðlunum.
Mjög mikilvægt er að láta þjálfara vita strax ef upp koma veikindi eða önnur forföll svo hægt sé að gera ráðstafanir. Markmið mótsins er að allir fái 3-4 leiki og að þeir séu eins jafnir og mögulegt er.
Tímasetningar eru til viðmiðunar, reynt verður að keyra mótið eins hratt og hægt er en ef margir leikir fara í oddalotu gæti dagskrá tafist. Gott er að mæta eigi síðar en 30 mín fyrir áætlaðan leiktíma í hús og fara ekki fyrr en keppni er lokið.
Keppendur þurfa að skiptast á að telja (kastað uppá hver telur næsta leik á vellinum) og eru foreldrar hvattir til að aðstoða þegar stutt er á milli leikja.
Gróf dagskrá:
Föstudagur 5.maí
kl.17:00-21:00 - U13 hnokkar - 6 riðlar
Laugardagur 6.maí
kl.11:00-18:00 - U13 tátur og U13 hnokkar
Sunnudagur 7.maí
kl.11:00-18:00 - U15-U19 stúlkur og piltar
Að móti loknu þiggjum við gjarnan hjálp frá sem flestum BH-ingum við að rúlla upp keppnismottunum okkar sem allir eru búnir að njóta góðs af að hafa á gólfinu síðustu tvær vikur.
Sjáumst hress í Strandgötunni!
Comments