top of page
Search

Róbert Henn ráðinn styrktar- og sjúkraþjálfari keppnishópa

Róbert Þór Henn, sjúkraþjálfari, hefur verið ráðinn styrktarþjálfari keppnishópa BH í badminton ásamt því að vera sjúkraþjálfari félagsins. Róbert Þór útskrifaðist sem sjúkraþjálfari frá HÍ 2014 og lauk meistaranámi í íþróttavísindum og þjálfun frá HR 2021. Hann hefur auk þess mikla þekkingu á badminton enda hefur hann æft íþróttina sjálfur um árabil og er á meðal bestu badmintonspilara landsins.


Við erum himinlifandi með að hafa fengið Róbert Þór í okkar frábæra þjálfarahóp. Hann er með fasta æfingatíma í Strandgötu á þriðjudögum en verður einnig með fræðslu fyrir iðkendur og útbýr fyrir þá æfingaáætlanir. Hægt er að hafa samband við Róbert í gegnum Sportabler.


Róbert Þór Henn, sjúkraþjálfari, og Anna Lilja Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri BH, handsala þjálfarasamning.
Róbert Þór Henn, sjúkraþjálfari, og Anna Lilja Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri BH, handsala þjálfarasamning.

Комментарии


bottom of page