top of page
Search

Natalía þrefaldur Hleðslubikarmeistari

Í gær var tilkynnt um hverjir eru Hleðslubikarmeistarar keppnistímabilsins 2019-2020. Sjö BH-inga hlutu þessa nafnbót að þessu sinni og náði Natalía Ósk Óðinsdóttir þeim frábæra árangri að verða þrefaldur bikarmeistari. Þess má geta að BH fékk alla bikarmeistaratitlana sem í boði voru í B-flokki.


Hleðslubikarmeistarar BH 2019-2020:


Erla Björg Hafsteinsdóttir er bikarmeistari í tvenndarleik í meistaraflokki.


Rakel Rut Kristjánsdóttir er bikarmeistari í bæði einliða- og tvíliðaleik í A-flokki.


Steinþór Emil Svavarsson er bikarmeistari í tvíliðaleik í A-flokki


Guðmundur Adam Gígja er bikarmeistari í einliða- og tvenndarleik í B-flokki


Jón Sverrir Árnason er bikarmeistari í tvíliða- og tvenndarleik í B-flokki


Sara Bergdís Albertsdóttir er bikarmeistari í tvíliðaleik í B-flokki


Natalía Ósk Óðinsdóttir er bikarmeistari í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik í B-flokki


Sjá nánar um Hleðslubikarinn á badminton.is.


Natalía Ósk Óðinsdóttir náði þeim frábæra árangri að vera þrefaldur Hleðslubikarmeistari 2019-2020. Hér er hún að spila tvenndarleik á Meistaramóti Íslands ásamt meðspilara sínum Jóni Sverri Árnasyni.
Natalía Ósk Óðinsdóttir náði þeim frábæra árangri að vera þrefaldur Hleðslubikarmeistari 2019-2020. Hér er hún að spila tvenndarleik á Meistaramóti Íslands ásamt meðspilara sínum Jóni Sverri Árnasyni.

Comments


bottom of page