Á þingi BSÍ í sumar var samþykkt tillaga BH, ÍA, Hamars, UMFA, TBS og Tindastóls að Deildakeppni BSÍ yrði spiluð yfir allt keppnistímabilið í stað einnar helgar eins og verið hefur. Deildakeppnin er Íslandsmót fullorðinsliða í badminton og ein af skemmtilegustu keppnum ársins að margra mati. Það er því gleðilegt að badmintonspilarar fái að njóta þess að spila í liði allan veturinn. Spilað verður í þremur deildum eins og áður, Úrvals, 1. og 2.deild.
Deildakeppnin er liðakeppni fullorðinsliða og hentar því aðeins fyrir fullorðna og unglinga sem eru vanir að keppa á fullorðinsmótum. BH-ingar sem vilja komast í lið í vetur þurfa að skrá sig hér eigi síðar en sunnudaginn 2.október.
Sjá nánar um keppnina hér á vef BSÍ.
Comments