top of page
Search

Næstu mót

Updated: Feb 25, 2019

Eftirfarandi mót framundan sem BH-ingar geta skráð sig á með því að senda póst á bhbadminton@hotmail.com


Unglingamót Þórs - 2.mars

Staðsetning: Íþróttamiðstöðin í Þorlákshöfn Flokkar: U9-U19 B og C - Hentar vel fyrir byrjendur - Aðeins opið þeim sem ekki hafa unnið til verðlauna í opnum mótum.

Keppnisfyrirkomulag: Keppt verður í riðlum í U9-U11 þar sem spiluð er ein lota upp í 30. Allir keppendur í þessum flokkum fá þátttökuverðlaun en sigurvegari í hverjum riðli hlýtur aukaverðlaun. Aðeins verður keppt í einliðaleik í U9-U11. Í U13 - U19 verður keppt í einliða- og tvíliðaleik, keppnisfyrirkomulag fer eftir þátttöku og áskilur mótstjórn sér rétt til að sameina flokka ef þátttaka er lítil í einstaka flokkum. Mótsgjöld: 1500 kr í einliðaleik og 1200 kr í tvíliðaleik.

Skráningu lýkur: Sunnudaginn 24.febrúar


Reykjavíkurmót fullorðinna - 16.-17.mars Staðsetning: TBR húsið Flokkar: Meistara, A og B flokkar fullorðinna, aðeins fyrir mjög keppnisvana Keppnisfyrirkomulag: Keppt er í riðlum í einliðaleik og fara tveir uppúr hverjum riðli í

útsláttarkeppni. Útsláttarkeppni í tvíliða og tvenndarleik. Mótsgjöld: 3.500 kr fyrir einliðaleik og 3.000 kr fyrir tvíliða- og tvenndarleik Skráningu lýkur: Mánudaginn 11.mars kl.21:00


Íslandsmót unglinga - 22.-24.mars

Staðsetning: TBR húsin við Gnoðarvog

Flokkar: U11-U19 A og B Keppnisfyrirkomulag: Í einliðaleik verða A og B flokkar í U13-U19. Í U11 flokknum verður bara einn flokkur í einliðaleik. Í öllum flokkum í einliðaleik verður keppt í riðlum. Verður leitast eftir því

að spila í 3ja manna riðlum þar sem einn kemst áfram og er svo hreinn útsláttur þar á eftir. Þar sem bæði er keppt í A og B flokki geta bæði byrjendur og lengra komnir tekið þátt. Ekki er þó mælt með að þau sem aldrei hafa keppt áður taki þátt í þessu móti. Mótsgjöld: 1.800 kr fyrir einliðaleik í U11, 2.000 kr fyrir einliðaleik í U13-U19 og 1.500 kr fyrir tvíliða- og tvenndarleik í U11-U19. Skráningu lýkur: Föstudaginn 8.mars


Meistaramót Íslands - 5.-7.apríl

Staðsetning: Íþróttahúsið við Strandgötu Flokkar: Meistara-, A-, B-, Æðsti- og Heiðursflokkur fullorðinna Keppnisfyrirkomulag: Hreinn útsláttur í öllum flokkum og greinum. Hentar aðeins fyrir mjög vant keppnisfólk. Mótsgjöld: 3.500 kr fyrir einliðaleik og 3.000 kr fyrir tvíliðaleik Skráningu lýkur: Föstudaginn 22.mars


Almennt um mót

BH-ingar sem vilja taka þátt í mótum þurfa að senda nafn, kennitölu og nöfn meðspilara ef við á til bhbadminton@hotmail.com innan skráningarfrestsins sem gefinn er upp.

Mótsgjöld þarf að greiða inná reikning BH eigi síðar en daginn eftir mót: 0545-26-5010, kt. 501001-3090.

B mót unglinga henta best fyrir krakka sem eru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni, þau sem hafa unnið til verðlauna á opnum mótum mega ekki keppa þar. A mót unglinga eru erfið fyrir þau sem ekki hafa keppt áður og er ekki mælt með því að byrja á slíku móti.

Fullorðinsmót henta aðeins fyrir mjög vant keppnisfólk 14 ára og eldri. Fullorðnir ættu að byrja á að prófa að keppa í svokölluðum trimmótum en gætu svo í kjölfarið keppt í B flokki fullorðinna.


Um að gera að leita ráða hjá þjálfurum við val á mótum.


Yfirlit yfir öll mót vetrarins má finna á badminton.is undir mótamál og mótaskrá.


Flokkaskiptingar barna og unglinga veturinn 2018-2019

U9 - fædd 2010 og síðar

U11 - fædd 2008 og 2009

U13 - fædd 2007 og 2006

U15 - fædd 2005 og 2004

U17 - fædd 2003 og 2002

U19 - fædd 2001 og 2000
Comments


bottom of page