top of page
Search

Næstu mót

Vorum að opna fyrir skráningu í síðustu þrjú mót vetrarins, eitt fullorðinsmót og tvö fyrir börn og unglinga. Hvetjum keppnisglaða til að skrá sig innan uppgefins skráningarfrests. Nánari upplýsingar um mót almennt má finna neðst í þessari frétt.


Meistaramót Íslands - 7.-9.apríl 2022


Staðsetning: TBR húsin við Gnoðarvog


Flokkar: Úrvalsdeild, 1.deild og 2.deild fullorðinna. Aðeins fyrir vant keppnisfólk 15 ára og eldri (hægt að sækja um undanþágu fyrir mjög vana U15 spilara).


Keppnisfyrirkomulag: Hreinn útsláttur er í öllum flokkum og greinum. Áætlað er að keppni hefjist kl. 19:30 á fimmtudeginum 7. apríl, kl. 17:00 föstudaginn 8. apríl og kl. 9:00 laugardaginn 9. apríl. Tímasetningar geta þó breyst út frá fjölda skráninga.


Mótsgjöld: 3.500 kr fyrir einliðaleik og 3.000 kr á mann í tvíliða og tvenndarleik.


Skráningu lýkur: Sunnudaginn 27.mars.


Skráning: Skráning BH-inga fer fram á þessu eyðublaði.



Bikarmót BH - 22.-24.apríl 2022


Staðsetning: Íþróttahúsið við Strandgötu í Hafnarfirði


Flokkar: U11-U19 - Geturaðað í riðla samkvæmt styrkleikalista BSÍ og ráðleggingum frá þjálfurum. Því fá allir andstæðinga við hæfi, bæði byrjendur og lengra komnir.


Keppnisfyrirkomulag: Keppt verður í einliðaleik í geturöðuðum riðlum og fær sigurvegari hvers riðils bikar í verðlaun. Leitast verður við að hafa 4-5 í hverjum riðli en það getur þó verið breytilegt eftir fjölda skráðra þátttakenda. Mótsstjórn áskilur sér rétt til að sameina aldursflokka ef þess gerist þörf. Það kemur í ljós fljótlega eftir að skráning liggur fyrir hvaða flokkur

spilar hvaða dag og á hvaða tíma. Öruggt er að hver flokkur spilar aðeins einn dag eða hluta úr degi og því er ekki öll helgin undir.


Mótsgjöld: 2.000 kr á mann sem greiðist í Sportabler við skráningu


Skráning: Skráning BH-inga fer fram í Sportabler og lýkur mánudaginn mánudaginn 11.apríl. Einnig hægt að senda skráningu í gegnum netfangið bhbadminton@hotmail.com.


Snillingamót BH - 7.maí 2022


Staðsetning: Íþróttahúsið við Strandgötu í Hafnarfirði


Flokkar: U9-U11 - Hentar sérstaklega vel fyrir byrjendur en öll getustig velkomin


Keppnisfyrirkomulag: Mótið er með svolítið öðru sniði en þekkist í eldri flokkum því spilað verður á minni völlum til að fá meira spil og vonandi betri upplifun fyrir krakkana. U11 spila á hefðbundnum hálfum velli. U9 spila á hálfum velli og notast við næst öftustu endalínu ásamt því að netið verður lækkað ca. 30 cm. Hver leikur er ein lota í 21 stig og fær hver leikmaður a.m.k. 4 leiki. Geturaðað er í hverja umferð þannig að allir fái andstæðinga við hæfi.


Dagskrá mótsins

U9 (fædd 2011 og síðar) Spila kl.10:00-12:00 – mæting kl.9:45

U11 (fædd 2012 og 2013) Spila kl.13:00-15:00 – mæting kl.12:45


Mótsgjöld: 1.000 kr á mann sem greiðist í Sportabler við skráningu


Skráning: Skráning BH-inga fer fram í Sportabler og lýkur þriðjudaginn 3.maí. Einnig hægt að senda skráningu í gegnum netfangið bhbadminton@hotmail.com.


Almennt um badmintonmót


Yfirlit yfir öll mót vetrarins má finna á badminton.is undir mótamál og mótaskrá.


BH-ingar sem vilja taka þátt í mótum þurfa að skrá sig á þar til gerð eyðublöð eða með tölvupósti til bhbadminton@hotmail.com innan skráningarfrestsins sem gefinn er upp. Mótsgjöld þarf að greiða inná reikning BH eigi síðar en daginn eftir mót: 0545-26-5010, kt. 501001-3090.


B mót unglinga henta best fyrir krakka sem eru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni, þau sem hafa unnið til verðlauna á opnum mótum mega ekki keppa þar. A mót unglinga eru erfið fyrir þau sem ekki hafa keppt áður og er ekki mælt með því að byrja á slíku móti.


Fullorðinsmót henta aðeins fyrir mjög vant keppnisfólk 15 ára og eldri. Fullorðnir ættu að byrja á að prófa að keppa í svokölluðum trimmótum en gætu svo í kjölfarið keppt í 2.deild fullorðinna.


Um að gera að leita ráða hjá þjálfurum við val á mótum.


Flokkaskiptingar barna og unglinga veturinn 2021-2022 U9 - fædd 2013 og síðar U11 - fædd 2011 og 2012 U13 - fædd 2009 og 2010 U15 - fædd 2007 og 2008 U17 - fædd 2005 og 2006 U19 - fædd 2003 og 2004



コメント


bottom of page