top of page
Search

Næstu mót

Updated: Apr 28, 2021

Skráning er hafin í síðustu mót vetrarins. Hér fyrir neðan má finna upplýsingar og skráningarform. Hvetjum keppnisglaða til að taka þátt.


Bikarmót BH - 7.-9.maí

Staðsetning: Íþróttahúsið við Strandgötu Flokkar: U13, U15, U17 og U19 - hentar vel fyrir öll getustig

Keppnisfyrirkomulag: Keppt verður í einliðaleik í 3-5 manna riðlum sem eru getuskiptir. Sigurvegari í hverjum riðli fær bikar. Það kemur í ljós fljótlega eftir að skráning liggur fyrir hvaða flokkur spilar hvaða dag og á hvaða tíma. Öruggt er að hver flokkur spilar aðeins einn dag eða hluta úr degi og því er ekki öll helgin undir. Mótsgjöld: Frítt fyrir BH-inga - 2.000 kr fyrir aðra. Skráningu lýkur: Föstudaginn 30.apríl Skráningareyðublað: Google forms


Snillingamót BH - 8.-9.maí

Staðsetning: Íþróttahúsið við Strandgötu Flokkar: U9 og U11 - hentar vel fyrir öll getustig

Keppnisfyrirkomulag: Keppt verður í einliðaleik á hálfum velli og fá allir keppendur a.m.k. 4 leiki. U9 spila á laugardag kl.9:00-11:00 og U11 á sunnudag kl.9:00-11:00 Mótsgjöld: Frítt fyrir BH-inga - 1000 krónur fyrir aðra. Allir fá glaðning í mótslok. Skráningu lýkur: Mánudaginn 3.maí Skráningareyðublað: Google forms


Íslandsmót unglinga - 14.-16.maí Staðsetning: Íþróttahúsið við Vesturgötu á Akranesi Flokkar: U11-U19 - Keppt í A og B getustigi í einliðaleik í U13-U19, B fyrir þau sem ekki hafa unnið til verðlauna á opnum mótum og A fyrir aðra. U11 er ekki getuskipt og hentar því ekki fyrir óvana.

Keppnisfyrirkomulag: Keppt verður í einliða, tvíliða og tvenndarleik í öllum aldursflokkum með hreinum útslætti. Hreinn útsláttur þýðir að þau sem tapa fyrsta leik eru dottin úr keppni. Mælum því ekki með þessu móti fyrir þau sem ekki hafa reynslu af því að keppa. Mótsgjöld: 2.000 kr fyrir einliðaleik í U13-U19, 1.800 kr fyrir U11 og 1.500 kr á mann í tvíliða- og tvenndarleik. Skráningu lýkur: Föstudagur 30.apríl

Skráningareyðublað: Google forms


Meistaramót Íslands - 28.-30.maí Staðsetning: TBR húsið við Gnoðarvog Flokkar: Meistara, A og B flokkar fullorðinna. Aðeins fyrir vant keppnisfólk 14 ára og eldri. Keppnisfyrirkomulag: Hreinn útsláttur Mótsgjöld: 3.500 kr fyrir einliðaleik og 3000 kr á mann í tvíliða- og tvenndarleik. Skráningu lýkur: Fimmtudaginn 13.maí

Skráningareyðublað: Google forms


Almennt um badmintonmót Yfirlit yfir öll mót vetrarins má finna á badminton.is undir mótamál og mótaskrá.

BH-ingar sem vilja taka þátt í mótum þurfa að skrán sig á uppgefnu skráningarformi innan skráningarfrestsins sem gefinn er upp. Mótsgjöld þarf að greiða inná reikning BH eigi síðar en daginn eftir mót: 0545-26-5010, kt. 501001-3090.

B mót unglinga henta best fyrir krakka sem eru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni, þau sem hafa unnið til verðlauna á opnum mótum mega ekki keppa þar. A mót unglinga eru erfið fyrir þau sem ekki hafa keppt áður og er ekki mælt með því að byrja á slíku móti.


Fullorðinsmót henta aðeins fyrir mjög vant keppnisfólk 14 ára og eldri. Fullorðnir ættu að byrja á að prófa að keppa í svokölluðum trimmótum en gætu svo í kjölfarið keppt í B flokki fullorðinna.

Um að gera að leita ráða hjá þjálfurum við val á mótum.


Flokkaskiptingar barna og unglinga frá veturinn 2020-2021 U9 - fædd 2012 og síðar U11 - fædd 2010 og 2011 U13 - fædd 2008 og 2009 U15 - fædd 2007 og 2006 U17 - fædd 2005 og 2004 U19 - fædd 2003 og 2002Comments


bottom of page