top of page
Search

Næstu mót

Mótatímabilið í badminton stendur nú sem hæðst. Framundan eru nokkur mót sem BH-ingar geta skráð sig í með því að senda póst á bhbadminton@hotmail.com. Hvetjum keppnisglaða til að taka þátt.


Íslandsmót unglinga - 20.-22.mars

Staðsetning: Íþróttamiðstöðin Varmá í Mosfellsbæ

Flokkar: U13-U19 A og B og U11A Keppnisfyrirkomulag: Í einliðaleik verða A og B flokkar í U13-U19. Í U11 flokknum verður bara einn flokkur í einliðaleik þ.e. ekki A og B. Í öllum flokkum í einliðaleik verður keppt í riðlum. Verður leitast eftir því að spila í 3ja manna riðlum þar sem einn kemst áfram og er svo hreinn útsláttur þar á eftir. Þar sem bæði er keppt í A og B flokki geta bæði byrjendur og lengra komnir tekið þátt. Ekki er þó mælt með að þau sem aldrei hafa keppt áður taki þátt í þessu móti. Í tvíliða- og tvenndarleik er ekki skipt upp í A og B getustig. Mótsgjöld: 1.800 kr fyrir einliðaleik í U11, 2.000 kr fyrir einliðaleik í U13-U19 og 1.500 kr fyrir tvíliða- og tvenndarleik í U11-U19. Skráningu lýkur: Föstudaginn 6.mars


Meistaramót Reykjavíkur - 15.-16.mars Staðsetning: TBR húsin við Gnoðarvog Flokkar: Meistara, A og B flokkar fullorðinna. Aðeins fyrir vant keppnisfólk 14 ára og eldri. Keppnisfyrirkomulag: Riðlar í einliðaleik þar sem tveir komast áfram úr hverjum riðli í útsláttarkeppni, spilað á laugardag frá klukkan 10. Hreinn útsláttur í tvíliða- og tvenndarleik, spilað á sunnudag frá klukkan 10. Mótsgjöld: 3500 kr fyrir einliðaleik og 3300 kr á mann í tvíliða- og tvenndarleik Skráningu lýkur: Mánudaginn 10.mars


Meistaramót Íslands - 1.-4.apríl Staðsetning: Íþróttahúsið við Strandgötu Flokkar: Meistara, A og B flokkar fullorðinna ásamt æðsta og heiðursflokki öldunga. Aðeins fyrir vant keppnisfólk 14 ára og eldri. Keppnisfyrirkomulag: Hreinn útsláttur í öllum greinum og flokkum. Áætlað er að spila milli 16 og 22 miðvikudag, fimmtudag og föstudag en úrslit verða milli 9 og 18 á laugardag. Á laugardagskvöldinu verður lokahóf fyrir 20 ára og eldri á Bryggjunni Brugghús. Sjá nánar hér. Mótsgjöld: 3500 kr fyrir einliðaleik og 3000 kr á mann í tvíliða- og tvenndarleik Skráningu lýkur: Fimmtudaginn 19.mars og fer hún fram á google eyðublaði sem má finna hér


Almennt um badmintonmót


Yfirlit yfir öll mót vetrarins má finna á badminton.is undir mótamál og mótaskrá.

BH-ingar sem vilja taka þátt í mótum þurfa að senda nafn, kennitölu og nöfn meðspilara ef við á til bhbadminton@hotmail.com innan skráningarfrestsins sem gefinn er upp. Mótsgjöld þarf að greiða inná reikning BH eigi síðar en daginn eftir mót: 0545-26-5010, kt. 501001-3090.


B mót unglinga henta best fyrir krakka sem eru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni, þau sem hafa unnið til verðlauna á opnum mótum mega ekki keppa þar. A mót unglinga eru erfið fyrir þau sem ekki hafa keppt áður og er ekki mælt með því að byrja á slíku móti.


Fullorðinsmót henta aðeins fyrir mjög vant keppnisfólk 14 ára og eldri. Fullorðnir ættu að byrja á að prófa að keppa í svokölluðum trimmótum en gætu svo í kjölfarið keppt í B flokki fullorðinna.

Um að gera að leita ráða hjá þjálfurum við val á mótum.


Flokkaskiptingar barna og unglinga veturinn 2019-2020 U9 - fædd 2011 og síðar U11 - fædd 2009 og 2010 U13 - fædd 2008 og 2007 U15 - fædd 2006 og 2005 U17 - fædd 2004 og 2003 U19 - fædd 2002 og 2001Comments


bottom of page