top of page
Search

Næstu mót

Mótatímabilið stendur nú sem hæðst í badminton og eru þrjú unglingamót framundan sem BH-ingar geta skráð sig á með því að senda póst á bhbadminton@hotmail.com. Mótsgjöld þarf að leggja inná reikning BH eigi síðar en á mánudagsmorgni eftir mót: 0545-26-5010, kt. 501001-3090.

Unglingameistaramót Þórs - 17.febrúar Þorlákshöfn

Keppt verður í U11-U19 B. Þetta mót hentar vel fyrir þau sem lítið hafa keppt eða ekki unnið til verðlauna á opnum mótum. Þeir sem hafa unnið til verðlauna fá ekki að taka þátt.

Mótið hefst klukkan 10:00 á einliðaleikjum í U11. Keppt verður í riðlum í U11 þar sem spiluð er ein lota upp í 30. Ekki verður leikið til úrslita í þessum flokki og því vinna allir. Aðeins verður keppt í einliðaleik í U11.

Í U13 - U19 verður keppt í einliða- og tvíliðaleik, keppnisfyrirkomulag fer eftir þátttöku.

Mótsgjöld eru 1500 kr í einliðaleik og 1200 kr í tvíliðaleik.

Skráningu lýkur 11.febrúar

Landsbankamót ÍA - 24.-25.febrúar Íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi

Keppt verður í einliðaleik í U11 og öllum greinum í U13, U15 og U17-U19. Aukaflokkur verður í einliðaleik þ.e. þeir sem tapa fyrsta leik fara í aukaflokk og fá því amk 2 leiki en hreinn útsláttur í öðrum greinum.

Keppni hefst klukkan 12:30 á laugardag og kl. 10 á sunnudag. Hver flokkur keppir bara einn dag, annað hvort laugardag eða sunnudag.

Mótsgjöld eru 1000 kr í U11, 1800 kr fyrir einliðaleik í U13-U19 og 1500 kr á mann í tvíliða- og tvenndarleik.

Síðasti skráningardagur er sunnudagur 18.febrúar.

Íslandsmót unglinga - 9.-11.mars Íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi

Keppni hefst að öllum líkindum á föstudagsmorgunin 9.mars í einhverjum flokkum.

Keppt verður í einliða- tvíliða- og tvenndarleik í U11-U19. Keppt verður í riðlum í einliðaleik í öllum flokkum þannig að allir fái amk tvo leiki. Í U13-U19 verður skipt í A og B getustig. Í tvíliða- og tvenndarleik verður hreinn útsláttur.

Mótsgjöld eru 2000 kr fyrir einliðaleik og 1500 kr á mann í tvíliða- og tvenndarleik.

Mótið hentar aðeins fyrir þau sem þekkja vel reglurnar og hafa keppt áður.

Síðasti skráningardagur er föstudagur 23.febrúar.

Comments


bottom of page