Meistaramót TBR um helgina
- annaliljasig
- Jan 9, 2020
- 1 min read
Um helgina fer Meistaramót TBR fram í TBR húsunum við Gnoðarvog. 35 BH-ingar taka þátt í mótinu en keppt er í meistara, A og B flokki fullorðinna.
Keppni hefst klukkan 10 báða dagana og eru áætluð mótslok um klukkan 17. Smellið hér til að skoða niðurröðun og tímasetningar einstakra leikja.
Mótsgjöld eru 3500 kr í einliðaleik og 3000 kr í tvíliða- og tvenndarleik. Mótsgjöld þarf að greiða inná reikning BH eigi síðar en daginn eftir mót: 0545-26-5010, kt. 501001-3090.
Þjálfari BH á mótinu verður Kjartan Valsson. Mikilvægt er að láta hann vita ef upp koma veikindi eða önnur forföll.
Góða skemmtun og gangi ykkur vel.

Comentários