Helgina 15.-17.nóvember fer Meistaramót BH fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Mótið er hluti af Hleðslubikar Badmintonsambands Íslands og mun flest af besta badmintonfólki landsins taka þátt, samtals 92 keppendur og þar af 43 BH-ingar.
Vegna mótsins falla allar æfingar niður á föstudag og sunnudag. Hvetjum þau sem ekki eru að keppa til að koma og fylgjast með spennandi keppni.
Gróf dagskrá mótsins er eftirfarandi:
Föstudagur 15.nóvember
kl. 17:00-22:00
Spilað fram í úrslit í einliðaleik í öllum flokkum - hreinn útsláttur
Laugardagur 16.nóvember
kl. 10:00-16:30
Úrslitaleikir í einliðaleik fyrst um morguninn
Tvenndarleikur í öllum flokkum - riðlar þar sem efstu tvö lið komast áfram í útsláttarkeppni
Sunnudagur 17.nóvember
kl. 9:00-17:00
Tvíliðaleikur í öllum flokkum - riðlar þar sem efstu tvö lið komast áfram í útsláttarkeppni
Niðurröðun og tímasetningar einstakra leikja má finna á tournamentsoftware.com. Athugið að allar tímasetingar eru birtar með fyrirvara. Ekki er ólíklegt að tímaáætlun raskist ef mikið verður um langa leiki og einnig gætu leikir byrjað fyrr en mótið gengur hraðar fyrir sig. Biðjum keppendur að vera mætta í hús 30 mín fyrir áætlaðan leiktíma.
Mótsgjöldin eru 3.500 kr fyrir einliðaleik og 3.000 kr á mann fyrir tvíliða- og tvenndarleik. Þeir BH-ingar sem hjálpa til við undirbúning á fimmtudag klukkan 16:00-18:00 og frágang á sunnudag að móti loknu fá 50% afslátt af gjaldinu. Mótsgjöld skal leggja inná reikning BH eigi síðar en á mánudag: 0545-26-5010 kt. 501001-3090.
Leikmenn í U11 og eldri sem þekkja vel reglurnar og hafa keppt býðst að starfa sem teljarar á mótinu. Fimm vaktir eru í boði og fá teljarar einn bíómiða fyrir hverja vakt ásamt samloku eða pizzu og drykk. Áhugasamir geta skráð sig með því að senda póst á bhbadminton@hotmail.com.
Sjáumst hress í Strandgötunni.
Comments