top of page
Search

Meistaramót Íslands

Meistaramót Íslands verður haldið í TBR dagana 6. – 8.apríl 2018. Keppt verður í Meistara-, A-, B-, Æðsta (50+)- og Heiðursflokki (60+). Spilað verður í öllum flokkum ef næg þátttaka næst með hreinum útslætti.

Mótið er aðeins fyrir mjög vant keppnisfólk, U15 og eldri.

Þátttökugjöld eru 3.500 krónur í einliðaleik og 3.000 krónur fyrir hvern keppanda í tvíliða- og tvenndarleik.

BH-ingar sem vilja taka þátt í mótinu þurfa að senda póst á bhadminton@hotmail.com eigi síðar en föstudaginn 23.mars með upplýsingum um kennitölu og meðspilara í tvíliða- og tvenndarleik.

Comments


bottom of page